fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Matur

Bakaðu eins og vindurinn: Svona á að frysta smákökur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 25. nóvember 2018 16:37

Smákökur eru vinsælar um jólin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru margir sem baka fyrir jólin, þá helst smákökur sem renna ljúflega niður. Þeir sem vilja taka baksturinn snemma geta alltaf fryst kökurnar en það er ekki alveg sama hvernig það er gert.

Best er að byrja á því að leyfa smákökum að kólna alveg áður en þær eru frystar. Og þá meinum við alveg kólnaðar. Síðan er gott að taka sér plastílát í hönd og klæða það með ál- eða smjörpappír.

Þá er kökunum raðað í einfalda röð í boxið og álpappírs- eða smjörpappírsörk sett á milli laganna af kökum. Þegar að boxið er fullt er lokið sett á boxið og mikilvægt að passa að boxið sé vel lokað.

Þá er boxið sett í frystinn, en smákökur geta enst í allt að tvo mánuði í frystinum. Þegar að þú vilt njóta bakkelsisins er boxið tekið út og kökurnar látnar þiðna við stofuhita á grind eða á disk. Ekki afþýða þær í boxinu þar sem þær gætu orðið frekar linar og leiðinlegar. Eftir nokkra klukkutíma eru kökurnar til, en ef þú vilt velgja þær er hægt að setja þær á smjörpappírsklædda ofnplötu og hita þær í 10 mínútur við 135°C hita.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa