fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
Matur

Hún er kölluð 3-3-2-2 aðferðin og gæti gjörbreytt matreiðslunni þinni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 18. nóvember 2018 16:00

Sumum finnst gaman að taka myndir af mat. Gott og vel.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur oft vafist fyrir einhverjum að elda steik og eru margir sem treysta sér alls ekki til þess. Þá kemur matreiðslumaðurinn Rob Levitt hjá The Takeout til bjargar. Hann nefnilega lumar á aðferð sem hann kallar 3-3-2-2.

Aðferðin er alveg dásamlega einföld og tryggir „medium rare“ kjöt að lokinni eldun. Við gefum Rob orðið en hér fyrir neðan miðar hann við meðalþykkt á sneiðum, sirka 1 til 2,5 sentímetrar.

„Medium rare“ steik.

3-3-2-2 aðferðin

1. Setjið á meðalhita á eldavélinni og hitið stóra og góða pönnu. Þegar að pannan er aðeins farin að hitna er smá olíu bætt út í. Setjið steikarsneiðar á pönnuna og ekki hugsa um að snerta þær. Leyfið þeim bara að vera í 3 mínútur.

2. Snúið þeim við og steikið þær í aðrar 3 mínútur. Ekki koma við þær þó það sé erfitt.

3. Snúið sneiðunum við og steikið í 2 mínútur.

4. Snúið sneiðunum og steikið í 2 mínútur til viðbótar

5. Leyfið steikarsneiðunum að hvíla í 5 mínútur og útkoman ætti að vera „medium rare“ steik. Þeir sem vilja hafa steikur aðeins betur eldaðar geta bætt einni mínútu við í hverju skrefi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 4 dögum

Blaðamaður í bobba eftir umdeilda frönskugrein: „Ringulreið ríkir“

Blaðamaður í bobba eftir umdeilda frönskugrein: „Ringulreið ríkir“
Matur
Fyrir 4 dögum

Komdu ástinni á óvart með þessum Bailey‘s brúnkum

Komdu ástinni á óvart með þessum Bailey‘s brúnkum
Matur
Fyrir 5 dögum

Svona geta eftirréttir hjálpað þér að léttast

Svona geta eftirréttir hjálpað þér að léttast
Matur
Fyrir 5 dögum

Sindri sá svolítið heima hjá Áslaugu Örnu sem hann hefur aldrei séð áður

Sindri sá svolítið heima hjá Áslaugu Örnu sem hann hefur aldrei séð áður