fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Matur

Þetta einfalda ráð fækkar kaloríum í hrísgrjónum um 60 prósent

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 23. október 2018 21:30

Það er hægt að fækka kaloríum í hrísgrjónum með einföldu ráði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn bolli af soðnum hrísgrjónum inniheldur að meðaltali um tvö hundruð kaloríur. Þeir sem fylgjast grannt með kaloríuinntöku með það að leiðarljósi að grennast sneiða því oft hjá þessum kolvetnaríka mat.

Nú hafa vísindamenn við Háskólann í efnavísindum á Sri Lanka hins vegar fundið leið til að fækka kaloríum í soðnum hrísgrjónum. Þeir sem vilja fara eftir þeirra uppskrift þurfa einfaldlega að bæta smá kókosolíu í vatnið sem hrísgrjónin eru soðin upp úr. Svo þarf að leyfa hrísgrjónunum að kólna yfir nóttu áður en þau eru borðuð.

Með þessari aðferð er kaloríum í hrísgrjónunum fækkað um heil sextíu prósent. En hvernig er það mögulegt? Þegar hrísgrjón sjóða mynda glúkósasameindir í grjónunum sterk bönd sem einnig eru kölluð ónæm sterkja. Það er ekki auðvelt fyrir líkamann að melta ónæma sterkju og þegar grjónin eru kæld í tólf klukkutíma myndast enn meiri ónæm sterkja í grjónunum. Og af því að sterkjan er svo erfið fyrir meltingarveginn ná meltingarensím illa að brjóta hana niður sem leiðir af sér að færri kaloríur verða eftir í líkamanum.

„Okkur langaði að finna matartengdar lausnir vegna þess að offita er stækkandi lýðheilsuvandamál, sérstaklega í þróunarlöndunum,“ segir Sudhair A. James, sem stjórnaði rannsókninni í samtali við Better Homes and Gardens.

En eins og við sögðum frá fyrir stuttu geta hrísgrjón valdið matareitrun ef þau eru hituð upp aftur. Þess vegna mæla vísindamenn ekki með að grjónin séu kæld í ísskáp í meira en einn dag. Þeir mæla einnig með að grjónin séu hituð vel upp og ekki hituð oftar upp en einu sinni.

Sjá einnig: 21 eldhúsráð sem þú átt alls ekki að taka mark á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa