Fréttir

Ók á Seljakjör og stakk af

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 21. október 2018 11:04

Skjáskot af Snapchat.

Ekið var inn í verslunina Seljakjör í Breiðholti um kl. 23 í gærkvöldi. Ekki er vitað hvað viðkomandi gekk til en sá hinn sami stakk af. Líkt og greint var frá í morgun sagði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að engan hafi sakað og að ökumaðurinn hafi látið sig hverfa. Þegar lögreglan hafði samband við eiganda bifreiðarinnar þá kom hann af fjöllum og hafði ekki áttað sig á því að bifreiðin hafði verið tekin ófrjálsri hendi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af