fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Bubbi biður Þórunni afsökunar: Telur sig ekki hafa lagt hana í einelti

Segist vera samstarfsmaðurinn sem Þórunn sakar um einelti – „Lét út úr mér asnalega athugasemd sem átti að vera brandari“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 6. febrúar 2016 12:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bubbi Morthens segist vera sá samstarfsmaður sem Þórunn Antonía Magnúsdóttir segir að hafa lagt sig í einelti á meðan tökur á fyrstu þáttaröð Ísland Got Talent fóru fram. Bubbi viðurkennir að hafa strítt Þórunni og biðst afsökunar á því. Hann fullyrðir þó að hann hafi ekki lagt Þórunni í einelti.

Frá þessu greindi Bubbi í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni fyrir skemmstu. Færsluna skrifaði Bubbi í kjölfar viðtals Þórunnar við Fréttablaðið þar sem hún sakaði samstarfsmann sinn á Stöð 2 um að leggja sig í einelti.

„Í Tilefni af viðtali sem Þórunn Antonía segir frá því að hún hafi verið lög í einelti á vinnustað þá langar mig að upplýsa að hún á við mig. Þetta voru tvö skipti. Í fyrra skiptið var það þannig að við vorum að tala saman, Þorgerður Katrín, hún og ég. Þá lét ég út úr mér asnalega athugasemd sem átti að vera brandari um hvort yrði betri foreldri hún eða Auddi. Ég sagði Auddi, þar sem ég vissi ekki þá var að hún var ólétt. Ég sagði á sama tíma að skemmtiiðnaðurinn væri ekki hrifin að því að hafa ófrískar konur á skjánum.“

Bubbi ítrekar að þegar þetta hafi verið sagt, hafi hann og samstarfsmenn hans verið að fíflast. Hann segir að Þorgerður Katrín hafi eftir þetta upplýst hann um að Þórunn væri ólétt og sagt honum að hún hefði tekið þetta næri sér.

„Þá fór ég til hennar og bað hana afsökunar.“

Sjá einnig: Þórunn Antonía stígur fram: Lögð í einelti í Ísland Got Talent

Í viðtalinu minnist Þórunn á atvik þar sem samstarfsmaður hennar henti súkkulaðimolum í hana. Hún var þá á leið í beina útsendingu og klædd í hvítum fötum. Bubbi segir að um fíflagang hafi verið að ræða og að hann hafi ekki vitað að Þórunn hefði tekið atvikið nærri sér fyrr en hún tjáði sig um málið á Facebook.

„Þá skrifaði ég henni bréf og sagði henni hvað mér þótti þetta leiðinlegt.“

Bubbi segir að hann hafi barist fyrir því að fá Þórunni sem dómara í Ísland Got Talent. Hann segir afar leiðinlegt að Þórunn hafi upplifað samskipti þeirra líkt og hún lýsir þeim í viðtalinu.

„Það má líka koma fram að ég barðist fyrir því, og það tók sinn tíma, að hún yrði með í þessu þáttum, um það getur Gísli Berg framleiðandi vitnað. Ég hef alltaf talið Þórunni flotta söngkonu og taldi hana eiga erindi í talentið. Mér þykir það afskaplega leiðinlegt að hún hafi upplifað samskipti okkar á þennan máta,“ segir Bubbi og bætir við:

„Ég held að ég geti fullyrt að samstarfsfólk okkar geti vitnað um það að ég lagði hana ekki í einelti. Sárindi hennar vegna þess að hún var látin fara eru eitthvað sem ég ræð ekki við.“

Að lokum biðst Bubbi aftur afsökunar á framferði sínu. Þá í þriðja sinn.

„En og aftur hvernig fólk upplifir hluti er misjafnt og hefði ég vitað að hún ætti von á barni hefði ég í það fyrsta aldrei nokkurn tíma látið út úr þennan misheppnaða brandara. Þeir sem þekkja mig vita hvaða mann ég hef að geima. En og aftur þá er ég búin að biðja Þórunni afsökunar á þessu í tvígang og hér með í þriðja sinn.“

Hér má lesa færsluna hans Bubba í heild sinni.

(function(d, s, id) { var js, fjs = d.getElementsByTagName(s)[0]; if (d.getElementById(id)) return; js = d.createElement(s); js.id = id; js.src = „//connect.facebook.net/is_IS/sdk.js#xfbml=1&version=v2.3“; fjs.parentNode.insertBefore(js, fjs);}(document, ‘script’, ‘facebook-jssdk’));

Í Tilefni af viðtali sem Þórun Atonía segir frá því að hún hafi verið lög í einelti á vinnustað þá langar mig að upplýsa…

Posted by Bubbi Morthens on 6. febrúar 2016

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki