fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
433Sport

Íslendingar, ekki hengja haus: Ekki hneyksli að tapa 2-0 fyrir Nígeríu, en það er annað sem þið ættuð að vera hneykslaðir á

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 23. júní 2018 20:01

during the 2018 FIFA World Cup Russia group D match between Nigeria and Iceland at Volgograd Arena on June 22, 2018 in Volgograd, Russia.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ísland er ekki úr leik á heimsmeistaramótinu. Enn þá. Ísland er með jafn mörg stig og Argentína – Argentína, hvorki meira né minna – í D-riðli og fyrir ofan þá á markatölu. Það er ekki hneyksli fyrir Ísland að hafa tapað 2-0 fyrir Nígeríu. Ísland er enn lið sem aðrar litlar þjóðir geta tekið til fyrirmyndar og jafnvel stórþjóðirnar geta lært helling af því sem Íslendingar hafa gert á síðustu átta árum.“

Svona hefst hvatningarpistill blaðamannsins John Doyle sem skrifar fyrir Globe and Mail í Kanada. Globe and Mail er útbreitt dagblað í Kanada og eru lesendur þess um tvær milljónir talsins.

Í pistli sínum fer Doyle yfir leikinn gegn Nígeríu í gær, hvað fór úrskeiðis og hvernig nígeríska liðinu tókst að stöðva það íslenska. Augljóst er að Doyle þekkir leikinn býsna vel og fer hann vel yfir það sem varð til þess að Nígería náði yfirhöndinni í síðari hálfleik.

Eins og Doyle bendir á í grein sinni er það ekki hneyksli fyrir Ísland að tapa fyrir Nígeríu á heimsmeistaramótinu. Hann minnir á að Íslendingar séu bara um 350 þúsund en til samanburðar er Nígería sjöunda fjölmennasta ríki heims með tæplega 200 milljónir íbúa.

Doyle segir að það sé þó eitt sem Íslendingar ættu að vera hneykslaðir á. „Það er þessi umræða um að líta á árangur Íslands sem einhverskonar ævintýri, að hér sé ævintýralið frá ógnarsmáu ríki á ferð sem nær miklu betri árangri en efni standa til.“

Doyle bendir á að íslenska landsliðið sé ekki á heimsmeistaramótinu af hreinni tilviljun, árangurinn tali sínu máli og hann sé engum tilviljunum háður. „Það sem Íslendingar vita og hafa komist að er að þú þarft ekki alltaf að hafa boltann meirihluta leiksins til að vinna leikina.“ Doyle fer svo yfir leikskipulag Íslands, hvernig það er byggt upp á öguðum og mjög skipulögðum varnarleik en einnig skipulögðum sóknarleik þar sem við getum komið andstæðingnum á óvart.

Doyle segir svo að Ísland þurfi að vinna Króatíu og vonast til þess að Nígería vinni ekki Argentínu til að komast áfram. Ef Nígería gerir jafntefli þurfi Ísland að vinna með minnst tveimur mörkum til að komast áfram. Það geti enn margt gerst í þessu flókna púsli en hvað varðar árangur Íslands til þessa sé ekkert flókið.

„Ísland hefur helgað sig fótboltanum á síðustu árum,“ segir Doyle sem bætir við að efnahagshrunið 2008 hafi ef til vill hjálpað okkur að ná betri árangri. „Peningum var varið í það að bæta menntun þjálfara og nú er svo komið að það eru fleiri hámenntaðir knattspyrnuþjálfarar á Íslandi en í flestum fótboltastórveldum. Þeir eyddu líka peningunum í að byggja knattspyrnuhallir svo iðkendur gætu spilað inni allt árið um kring. Ísland missti naumlega af sæti á HM 2014, komst auðveldlega á EM 2016 þar sem það stóð sig vel og komst aftur auðveldlega á HM 2018. Ísland gerði það með góðri taktík, aga og samvinnu. Það er kominn tími til að Ísland fái það hrós sem það á skilið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Af hverju var Glazer að funda með þessum manni í London í gær?

Af hverju var Glazer að funda með þessum manni í London í gær?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Atvik í Fossvogi sem sást í beinni útsendingu vakti furðu – Rikka G fannst þetta mjög skrýtið

Atvik í Fossvogi sem sást í beinni útsendingu vakti furðu – Rikka G fannst þetta mjög skrýtið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Agli finnst auglýsingarnar hallærislegar – Faðir leikmanns hjá KR lét ljót orð falla en eyddi ummælum sínum

Agli finnst auglýsingarnar hallærislegar – Faðir leikmanns hjá KR lét ljót orð falla en eyddi ummælum sínum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sancho þénaði sturlaðar upphæðir utan vallar á síðustu leiktíð

Sancho þénaði sturlaðar upphæðir utan vallar á síðustu leiktíð
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Glugganum skellt í lás á miðvikudagskvöld

Glugganum skellt í lás á miðvikudagskvöld
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Munu setja sig í samband við De Bruyne á ný

Munu setja sig í samband við De Bruyne á ný
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Staðfest hvenær bikarúrslitaleikurinn milli City og United fer fram og ekki eru allir sáttir – Þetta er ástæðan fyrir leiktímanum

Staðfest hvenær bikarúrslitaleikurinn milli City og United fer fram og ekki eru allir sáttir – Þetta er ástæðan fyrir leiktímanum
Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vatn á myllu Arsenal fyrir stórleikinn á morgun

Vatn á myllu Arsenal fyrir stórleikinn á morgun