fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Segist hafa verið betri markaskorari en bæði Shearar og Sheringham en aldrei fengið sénsinn

433
Fimmtudaginn 8. febrúar 2024 10:20

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alan Shearer og Teddy Sheringham eru einhverjir mestu markahrókar í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Shearer er reyndar sá markahæsti frá upphafi með 260 mörk og Sheringham í 13. sæti með 146 mörk.

Robbie Fowler, sem gerði garðinn frægan með Liverpool, segir að hann hafi verið meiri markaskorari en þeir tveir en þrátt fyrir það aldrei fengið almennilegt tækifæri með enska landsliðinu.

Fowler lék aðeins 26 landsleiki fyrir England þar sem hann skoraði sjö mörk en til samanburðar skoraði Shearer 30 mörk í 63 landsleikjum og Teddy Sheringham 11 mörk í 51 leik.

Fowler var í viðtali við Simon Jordan í þættinum Up Front á dögunum þar sem hann sagði þetta. Raunar gekk Fowler svo langt að segja að hann væri í landsliðinu í dag ef hann væri að skora jafn mikið og hann gerði á sínum tíma.

„Ég hafði skorað næstum 100 mörk áður en ég fékk kallið frá enska landsliðinu. England var með menn eins og Alan Shearer, Teddy Sheringham, Ian Wright, Les Ferdinand og Andy Cole en, í hreinskilni sagt, tel ég að ég hafi verið betri en þeir allir. Ég var kannski ekki í besta liðinu og naut ekki góðs af því að lið voru byggð upp í kringum mig, eins og Shearer hjá Blackburn og Wright hjá Arsenal.“

Með þessu segist Fowler ekki vilja gera lítið úr árangri kollega sinna, miklu frekar sé hann að furða sig á því að hafa aldrei fengið almennilegt tækifæri með landsliðinu þrátt fyrir að hafa raðað inn mörkum með Liverpool.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu harkalegar möttökur sem Trent fékk á Anfield og viðbrögð hans

Sjáðu harkalegar möttökur sem Trent fékk á Anfield og viðbrögð hans
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Afar þægilegt hjá Arsenal í Tékklandi – Markalaust á Ítalíu

Afar þægilegt hjá Arsenal í Tékklandi – Markalaust á Ítalíu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stórt nafn til nýliðanna

Stórt nafn til nýliðanna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Íslands fékk mjög erfiðan drátt í undankeppni HM

Íslands fékk mjög erfiðan drátt í undankeppni HM
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vonleysi yfir Eddie Howe – Segir þetta vanta í lið Newcastle

Vonleysi yfir Eddie Howe – Segir þetta vanta í lið Newcastle
433Sport
Í gær

Hafði gaman af því að Haaland hefði stolið fagninu hans um helgina – „Ég gekk svo þeir gætu hlaupið“

Hafði gaman af því að Haaland hefði stolið fagninu hans um helgina – „Ég gekk svo þeir gætu hlaupið“
433Sport
Í gær

Staðfesta að leikmaður þeirra hafi orðið fyrir hnífaárás – Tíu stungnir um borð í lest á Englandi

Staðfesta að leikmaður þeirra hafi orðið fyrir hnífaárás – Tíu stungnir um borð í lest á Englandi