fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Pressan

Vísindamenn segja að þetta sé miklu betri mælikvarði en BMI-stuðullinn

Pressan
Þriðjudaginn 6. janúar 2026 06:30

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að mæla hlutfall hæðar og mittismáls er miklu betri mælikvarði á heilsu en hinn umdeildi BMI-líkamsþyngdarstuðull, samkvæmt rannsóknum.

BMI-stuðullinn hefur löngum verið gagnrýndur þar sem hann tekur ekki tillit til vöðvamassa eða ólíkrar líkamsbyggingar einstaklinga. Hann byggir einungis á hæð og þyngd og er sá stuðull sem oftast er notaður til að meta hvort einstaklingar séu í heilbrigðri þyngd.

Dr. Laura Gray við Háskólann í Sheffield segir við Mail Online að sú aðferð að mæla hlutfall hæðar og mittismáls gefi réttari mynd af heilsu viðkomandi. Sú aðferð tekur mið af fitu sem safnast í kringum lífsnauðsynleg líffæri og getur aukið hættu á hjartasjúkdómum og heilablóðfalli.

BMI er reiknað með því að deila þyngd einstaklings í kílóum með hæð hans í metrum í öðru veldi, á meðan hlutfall mittismáls og hæðar fæst með því að deila mittismáli með hæð.

Rannsóknin, sem birtist í tímaritinu International Journal of Obesity og var leidd af rannsakendum við háskólana í Sheffield og Nottingham, greindi gögn úr Health Survey for England frá árunum 2005 til 2021.

Benda niðurstöðurnar til þess að ef ummál mittis er minna en helmingur af hæð viðkomandi er það góð vísbending um heilbrigða líkamsþyngd.

„Oft heyrum við að íþróttamenn séu með BMI yfir 30 og flokkist því með offitu, en við vitum að það á ekki við. Þeir eru ekki of þungir. Þessi rannsókn sýnir hina hliðina á þeim peningi,“ segir Laura og bætir við að eldra fólk hafi tilhneigingu til að missa vöðvamassa með aldrinum.

„Sem þýðir að hlutfall líkamsfitu eykst, jafnvel þó þyngdin minnki. Þá lækkar BMI, en í raun er heilsan að versna. Hlutfall mittismáls og hæðar – þar sem mælt er í kringum mittið – gefur okkur nákvæmari mælingu á innyflafitu sem er sú fita sem safnast í kringum lífsnauðsynleg líffæri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 6 dögum

„Reiðasti“ maður Bretlands missti aftur stjórn á skapi sínu

„Reiðasti“ maður Bretlands missti aftur stjórn á skapi sínu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Swing-stefnumót endaði með morði – Dró upp byssu þegar parið vildi fara

Swing-stefnumót endaði með morði – Dró upp byssu þegar parið vildi fara