NBC Miami segir að lögreglunni hafi verið tilkynnt um manneskju, sem væri föst í gámnum, um klukkan 19 á föstudaginn. Gámurinn er ætlaður undir föt og skó sem fólk vill gefa til góðgerðarmála.
Konan var „að hluta föst í gámnum“ þegar lögreglan kom á vettvang og var úrskurðuð látin á vettvangi.
Talsmaður lögreglunnar sagði að talið sé að um slys hafi verið að ræða en málið verði rannsakað ítarlega.