fbpx
Föstudagur 21.mars 2025
Pressan

Ef þú finnur bleikt slím í baðherberginu verður að taka það mjög alvarlega

Pressan
Laugardaginn 8. mars 2025 20:30

Það er ekki gott að fá svona slím í baðherbergið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er margt sem maður vill helst ekki finna inni á baðherbergi en bleikt slím er kannski ekki eitthvað sem fólk á von á að finna þar. En ef það er þar, þá þarf að bregðast við.

Bleikt slím er ekki hættulaust því þetta getur verið hættulegt heilsu fólks.

Ef þú tekur eftir bleiku, eða rauðleitu, slími í hornum sturtuklefans, á flísunum eða við vaskinn, þá er þetta ekki myglusveppur, heldur baktería sem heitir Serratia Marcescens.

Hún þrífst í röku umhverfi og elskar fituríkar leifar frá sápu, sjampói og allskyns líkamsolíum. Þess vegna sprettur hún oft fram þar sem vatn stendur kyrrt og gufan frá heitu vatni heldur loftinu röku.

Bakterían er hættulaus fyrir flest fólk þótt það snerti hana. En hún getur valdið vandamálum ef hún kemst í snertingu við augu, opin sár eða öndunarfærin.

Fólk með veikburða ónæmiskerfi er í sérstakri hættu því bakterían getur valdið sýkingu í lungum, meltingarkerfinu og þvagrásinni. Þess vegna er mikilvægt að fjarlægja hana sem fyrst.

Þetta er ekki það versta sem getur sprottið upp inn á baðherberginu en tilvist hennar getur bent til þess að baðherbergið bjóði upp á góðar aðstæður fyrir skaðlegar örverur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rússar dansa af gleði yfir símtali Trump og Pútíns og segja Rússland nú loks hafa sigrað kalda stríðið

Rússar dansa af gleði yfir símtali Trump og Pútíns og segja Rússland nú loks hafa sigrað kalda stríðið
Pressan
Í gær

Fyrrum þingmaður repúblikana hvetur Trump til að handtaka sig og standa við stóru orðin – „Hættu að þykjast vera hörkutól“

Fyrrum þingmaður repúblikana hvetur Trump til að handtaka sig og standa við stóru orðin – „Hættu að þykjast vera hörkutól“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Byggingin sem græna gímaldið á ekki roð í

Byggingin sem græna gímaldið á ekki roð í
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsóknarblaðamaður birti sjálfu sem átti eftir að bjarga lífi hans – Ævintýralegt ráðabrugg Rússa sem vildu hefna fyrir fréttaflutning

Rannsóknarblaðamaður birti sjálfu sem átti eftir að bjarga lífi hans – Ævintýralegt ráðabrugg Rússa sem vildu hefna fyrir fréttaflutning