fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Pressan

Dularfullur leiðangur – Lenti eftir 434 daga í geimnum

Pressan
Fimmtudaginn 13. mars 2025 21:30

X-37B. Mynd:Wikimedia Commons.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega lenti X-37B geimfar bandaríska geimhersins eftir að hafa verið úti í geimnum í 434 daga. Þetta var sjöunda ferð geimfarsins út í geim.

The New York Post skýrir frá þessu og segir að mikill leyndarhjúpur hvíli yfir ferðinni og þeim verkefnum og tilraunum sem geimfarið sinnti í þessa 434 daga.

Geimfarinu, sem var smíðað af Boeing, var skotið á loft frá Kennedy Space Center í Flórída 2023 og fór á braut um jörðina.

Þetta var í fyrsta sinn sem Falcon Heavy eldflaug SpaceX var notuð til að senda geimfarið á loft.

Talsmenn geimhersins segja að meðal verkefna geimfarsins hafi verið að æfa eitt og annað  sem það getur gert í geimnum. Þar á meðal að prófa lofthemlun.

Í tilkynningu frá geimhernum kemur fram að verkefnið hafi heppnast vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás
Pressan
Fyrir 3 dögum

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rifrildi hjóna endaði með ósköpum – Hellti olíu yfir manninn meðan hann svaf

Rifrildi hjóna endaði með ósköpum – Hellti olíu yfir manninn meðan hann svaf