fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Pressan

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Pressan
Laugardaginn 1. nóvember 2025 15:00

Frá Vínarborg. Vinstra meginn á myndinni má sjá dómkirkju heilags Stefáns. Mynd: Anna Saini. Wikimedia Commons>CC BY-SA 4.0

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skjalaverði dómkirkju heilags Stefáns í Vínarborg, höfuðborg Austurríkis, brá verulega þegar hann opnaði nýlega pakka sem barst kirkjunni. Pakkinn reyndist innihalda hauskúpu en í raun var sendingin ekki glæpsamleg heldur yfirbót fyrir áratuga gamlan glæp og hauskúpan var aftur komin til síns heima.

BBC greinir frá en með hauskúpunni fylgdi bréf frá þýskum manni. Sagðist hann í bréfinu hafa heimsótt kirkjuna fyrir 60 árum og nýtt þá tækifærið og stolið hauskúpunni til að hafa sem minjagrip.

Hauskúpunni stal maðurinn í skoðunarferð um katakomburnar undir kirkjunni en þar er meðal annars að finna líkamsleifar og grafir 11.000 manna, sem eru mestmegnis frá 18.öld.

Sagðist maðurinn í bréfinu vilja finna innri frið og bæta fyrir misgjörðir sínar nú þegar hann væri farinn að nálgast endalok lífs síns.

Skjalavörðurinn, Franz Zehetner, segist hafa verið snortinn eftir að hafa lesið skýringarbréf mannsins og það sé gott þegar menn vilji bæta fyrir unggæðisleg og misráðin uppátæki. Maðurinn hafi líka varðveitt hauskúpuna vel í öll þessi ár.

Óljóst er af nákvæmlega hverjum hauskúpan er en henni hefur verið komið aftur fyrir í katakombunum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“
Pressan
Fyrir 4 dögum

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur
Pressan
Fyrir 5 dögum

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu