fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
Pressan

Ráðgáta í Tsjernóbíl: Flækingshundarnir orðnir bláir

Pressan
Miðvikudaginn 29. október 2025 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmenn sem sinna flækingshundunum við kjarnorkuverið í Tsjernóbíl í Úkraínu ráku upp stór augu á dögunum þegar þeir sáu að nokkrir þeirra eru orðnir bláir að lit.

Óvíst er hvað er á seyði en hundarnir eru fjörugir og virðast vera við ágæta heilsu.

Í frétt New York Post er bent á að hundarnir séu afkomendur gæludýra sem voru skilin eftir þegar íbúar voru fluttir burt eftir kjarnorkuslysið fyrir nærri fjörutíu árum.

Þeir hafa komið sér ágætlega fyrir á svæðinu og lifa þokkalegu lífi, en þó undir eftirliti frá samtökunum Dogs of Chernobyl sem hugsa um velferð þeirra. Samtökin eru hluti af góðgerðasamtökunum Clean Futures Fund.

„Við erum hér á vettvangi að fanga hunda til geldingar og rákumst á þrjá sem voru albláir,“ sögðu samtökin í færslu á Instagram sem hefur vakið talsverða athygli. „Við vitum ekki enn hvað veldur þessu,“ sagði talsmaður samtakanna.

Þeir sem hugsað hafa um hundana segja að feldur þeirra hafi verið eðlilegur fyrir nokkrum dögum síðan.

„Við þekkjum ekki ástæðuna, en erum að reyna að ná hundunum til að komast að því hvað er að gerast,“ bætti talsmaðurinn við. „Líklegast hafa þeir komist í einhvers konar efni.“

Þrátt fyrir dularfulla litabreytinguna virðast hundarnir „mjög hressir og heilbrigðir,“ að sögn samtakanna.

Samtökin Dogs of Chernobyl voru stofnuð árið 2017 og veita á hverju ári læknisaðstoð og fæðu fyrir um það bil 700 hunda sem hafast við á 47 ferkílómetra friðlýstu svæði í kringum Chernobyl-kjarnorkuverið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Jeff Bezos segir að milljónir manna muni flytjast út í geim á næstu 20 árum

Jeff Bezos segir að milljónir manna muni flytjast út í geim á næstu 20 árum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”
Pressan
Fyrir 2 dögum

12 ára drengur kom heim úr skólanum og uppgötvaði að móðir hans hafði flutt út og skilið hann eftir

12 ára drengur kom heim úr skólanum og uppgötvaði að móðir hans hafði flutt út og skilið hann eftir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Forstjóri McDonald‘s opnar sig um það hversu oft hann borðar þar

Forstjóri McDonald‘s opnar sig um það hversu oft hann borðar þar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Geta karlar fengið fæðingarþunglyndi?

Geta karlar fengið fæðingarþunglyndi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lofuðu að afhjúpa gagnrýnendur Charlie Kirk en stálu svo milljónum af MAGA-liðum

Lofuðu að afhjúpa gagnrýnendur Charlie Kirk en stálu svo milljónum af MAGA-liðum
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Þetta er í eina skiptið á mínum ferli sem nemandi hefur sagt slíkt við mig“

„Þetta er í eina skiptið á mínum ferli sem nemandi hefur sagt slíkt við mig“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Norður-Kóreumenn sagðir stunda stórtækan þjófnað, peningaþvætti og að lauma sér í störf erlendis

Norður-Kóreumenn sagðir stunda stórtækan þjófnað, peningaþvætti og að lauma sér í störf erlendis