fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

Rússar sekta Google um 11 milljarða fyrir að hlýða ekki fyrirmælum

Pressan
Þriðjudaginn 14. janúar 2025 14:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússlenskur dómstóll sektaði Google á þriðjudaginn um rúmlega 11 milljarða fyrir að hafa virt fyrri viðurlög dómstólsins að vettugi. Rússland hefur um árabil reynt að þvinga leitarvélina vinsælu til að fjarlægja niðurstöður sem ríkisstjórnin þar í landi telur brjóta gegn rússneskum lögum. Það hefur ekki gengið að óskum. Dómstólar þar í landi hafa því reynt að skikka Google til með því að leggja á fyrirtækið háar sektir.

Það er einkum miðillinn YouTube sem Rússarnir eru óánægðir með. Áður notuðu um 50 milljónir Rússa miðilinn daglega en í dag eru það aðeins um 12 milljónir. Rússnesk yfirvöld hafa verið sökuð um að hafa átt við niðurhalshraða YouTube til að koma í veg fyrir að Rússar horfi á myndbönd þar sem Rússlandsforseti, Vladimir Pútín, og ríkisstjórn hans eru gagnrýnd. Rússar hafa ekki gengist við þeirri háttsemi og segja að tæknirisanum sé um að kenna.

Áður höfðu rússnesk yfirvöld lagt á Google sekt í október sem nam um þremur sextilljörðum króna, fyrir að meina ríkisreknum fjölmiðlum landsins aðgang að YouTube. Eins var Google meinað að hefja starfsemi í Rússlandi að nýju fyrr en sektin yrði greidd að fullu. Til að setja þessa fjárhæð í samhengi er heildarvirði Google-veldisins um 270 billjónir króna. Sektin sem var lögð á fyrirtækið á þriðjudaginn er því töluvert hóflegri en í október.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var dæmdur til dauða fjórum sinnum – Í gær var hann loksins tekinn af lífi

Var dæmdur til dauða fjórum sinnum – Í gær var hann loksins tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Æðstiklerkurinn rýfur þögnina – Lýsir yfir sigri gegn Ísrael og sakar Trump um að ýkja árangur árása Bandríkjanna

Æðstiklerkurinn rýfur þögnina – Lýsir yfir sigri gegn Ísrael og sakar Trump um að ýkja árangur árása Bandríkjanna