fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 30. júní 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

12 ára drengur á Englandi er látinn eftir að hafa tekið þátt í áskorun á samfélagsmiðlum. Greint er frá málinu á Metro og á Gofundme-síðu sem sett hefur verið upp til styrktar foreldrum drengsins.

Ekki kemur fram hvað nákvæmlega leiddi til dauða drengsins en talið er að áskorunin hafi valdið honum köfnum. Börn hafa tekið þátt í uppátækum sem ganga á samfélagsmiðlun og fela í sér að anda að sér hættulegum efnum uns þau missa meðvitund. Talið er að þessi drengur, sem kallaður er Sebastian, hafi tekið þátt í slíku uppátæki og leiddi það til dauða hans.

Drengurinn sýndi viðbrögð er sjúkralið kom á vettvang og lífsmörk hans voru könnuð. Var hann fluttur á sjúkrahús en ekki tókst að bjarga lífi hans.

Á styrktarsíðunni er Sebastian lýst sem ástríðufullum dreng sem var uppfullur af draumum og afar hæfileikaríkur. Hann var lífsglaður og síbrosandi. Einnig kemur fram að hann lærði af sjálfum sér á hljóðfæri, gítar og hljómborð.

Ennfremur segir: „Hann átti ástríka foreldra sem gerðu allt sem þau gátu svo æska hans yrði örugg og hamingjurík. Því miður breytti eitt, sorglegt aunablik öllu. Hættuleg áskorun á samfélagsmiðlum tók líf hans.“

Sem fyrr segir eru allmörg dæmi um dauðsföll barna vegna uppátækja af þessu tagi. Foreldrar fjögurra barna á aldrinum 12-14 ára sem létust vegna áskorunar sem var í gangi á TikTok hafa lögsótt samfélagsmiðilinn. Börnin fjögur létust árið 2022.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var dæmdur til dauða fjórum sinnum – Í gær var hann loksins tekinn af lífi

Var dæmdur til dauða fjórum sinnum – Í gær var hann loksins tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Æðstiklerkurinn rýfur þögnina – Lýsir yfir sigri gegn Ísrael og sakar Trump um að ýkja árangur árása Bandríkjanna

Æðstiklerkurinn rýfur þögnina – Lýsir yfir sigri gegn Ísrael og sakar Trump um að ýkja árangur árása Bandríkjanna