fbpx
Mánudagur 16.júní 2025
Pressan

Fundu fjársjóð en enduðu í grjótinu

Pressan
Sunnudaginn 4. maí 2025 20:30

Mynd úr safni en hún tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír menn í Bretlandi sitja nú í fangelsi eftir að tveir þeirra fundu um 1.000 ára gamlan fjársjóð, grafinn í jörðu, en létu hjá líðast að tilkynna yfirvöldum um það. Sá þriðji var dæmdur fyrir að annast sölu hluta fjársjóðsins. Einn maður til viðbótar bíður dóms vegna þátttöku sinnar í málinu.

Vefmiðilinn Allthatsinteresting rifjar upp málið en það komst í hámæli fyrst árið 2019. Tveir menn, George Powell og Layton Davies, voru að ganga um opið svæði í Hertfordshire á Englandi. Stunduðu þeir það reglulega að ganga um slík svæði með málmleitartæki í von um að finna falda dýrgripi sem grafist hefðu í jörðu.

Lukkan var hins vegar sannarlega með þeim í liði í þetta skipti og þeir fundu fjársjóð sem í ljós kom síðar að var um 1.000 ára gamall. Meðal annars fundu þeir ríkulegan hring, fagurt armband, nisti sem í var kristalskúla og einnig fundu þeir 300 silfurpeninga og stangir úr hreinu og óblönduðu silfri. Félagarnir vissu strax að hér voru á ferðinni mikil verðmæti.

Ströng skilyrði

Þá eins og nú gilda ströng skilyrði í Bretlandi þegar munir af þessu tagi finnast. Upplýsa verður yfirvöld innan 14 daga og í kjölfarið er skrifuð skýrsla um það sem fundist hefur. Síðan er haldin rannsókn fyrir opnum tjöldum þar sem þeim sem fundu góssið gefst, auk eigenda viðkomandi landareignar og þeim sem kunna að hafa afnot af henni, tækifæri til að spyrja spurninga. Loks metur sérstök nefnd á vegum hins opinbera hversu mikils virði það er sem fundist hefur.

Sá sem fann munina, með t.d. hjálp málmleitartækis, má aðeins fá hluta af verðmætunum sé niðurstaða hins opinbera sú að þau hafi fundist með lögmætum hætti og þá getur tekið allt eitt ár fyrir finnendur að fá sinn hlut greiddan.

Powell og Davies ákváðu hins vegar að sleppa þessu skrefi og tilkynntu aldrei um hvað þeir hefðu fundið.

Þeir létu ýmsa sérfræðinga meta fjársjóðinn og niðurstaðan var að nistið væri elsti munurinn í sjóðnum, frá 5. eða 6. öld. Áðurnefndur hringur og armband reyndust vera frá 9. öld en það verðmætasta voru silfurpeningarnir.

Ekki milljónamæringar

Heildarverðmæti fjársjóðsins var metið á andvirði um 500 milljóna íslenskra króna (á gengi dagsins í dag).

Silfurpeningarnir höfðu líka mikið sögulegt gildi. Á sumum þeirra mátti sjá konunga í konungdæmum sem runnu síðar saman við önnur konugdæmi og urðu að Englandi. Var sagt að skoða þyrfti sögu þessa tíma upp á nýtt.

Fréttir af því sem Powell og Davies fundu voru hins vegar fljótar að berast út. Yfirvöld höfðu samband við þá en þeir neituðu að hafa fundið nokkuð. Loks afhentu þeir gullskartgripina úr sjóðnum og eina silfurstöng en sögðust ekki hafa fundið neitt meira.

Meðal þeirra sem þeir höfðu leitað til í þeim tilgangi að láta meta fjársjóðinn var maður að nafni Paul Wells og þegar lögreglan ræddi við hann sýndi hann lögreglumönnum 5 silfurpeninga úr sjóðnum sem faldir höfðu verið í hulstri þar sem hann geymdi stækkunarglerið sitt.

Wells var handtekinn og hann Powell og Davies auk annars manns, Simon Wicks sem hafði verið fenginn til að meta sjóðinn en ekki tilkynnt um hann, voru allir ákærðir og dæmdir fyrir samsæri um að leina illa fengnum verðmætum.

Powell fékk 10 ára fangelsisdóm, Davies átta og hálfs árs og Simon Wicks fékk fimm ára dóm. Dómur verður kveðinn upp yfir Paul Wells síðar á þessu ári.

Hluti fjársjóðsins hefur ekki fundist en ljóst er að hefðu Powell og Davies farið eftir áðurnefndum reglum hefðu þeir endað sem ríkir menn en ekki í fangelsi.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Dularfulla Boeing 737 vélin sem stendur á miðjum akri – Enginn veit hvernig hún komst þangað

Dularfulla Boeing 737 vélin sem stendur á miðjum akri – Enginn veit hvernig hún komst þangað
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Þessi vinsælu matvæli geta valdið snemmbúnum einkennum Parkinsons

Þessi vinsælu matvæli geta valdið snemmbúnum einkennum Parkinsons
Pressan
Í gær

Kjarnorkustríð á milli Bandaríkjanna og Rússlands myndi bana 5 milljörðum manna

Kjarnorkustríð á milli Bandaríkjanna og Rússlands myndi bana 5 milljörðum manna
Pressan
Í gær

Viltu lækka kólesteróltöluna? – Þá skaltu byrja daginn með að borða þetta

Viltu lækka kólesteróltöluna? – Þá skaltu byrja daginn með að borða þetta
Pressan
Í gær

Hvernig þú faðmar segir ýmislegt um þig

Hvernig þú faðmar segir ýmislegt um þig
Pressan
Í gær

Lífveran frá helvíti – Stundar kynlíf á andliti þínu og kúkar á þig á meðan þú sefur

Lífveran frá helvíti – Stundar kynlíf á andliti þínu og kúkar á þig á meðan þú sefur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðarleg ummæli sem Trump og embættismenn hans eru hafðir að háði og spotti fyrir

Neyðarleg ummæli sem Trump og embættismenn hans eru hafðir að háði og spotti fyrir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Loni fór í heimsreisu og á stefnumót í hverju landi – Hver er íslenski flúraði víkingurinn sem hún er til í að hitta aftur?

Loni fór í heimsreisu og á stefnumót í hverju landi – Hver er íslenski flúraði víkingurinn sem hún er til í að hitta aftur?