fbpx
Föstudagur 04.október 2024
Pressan

Fegurðardrottningin sem rændi og nauðgaði trúboðanum

Pressan
Sunnudaginn 15. september 2024 21:30

Joyce McKinney árið 1978. Mynd Keystone/Hulton Archive/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í september 1977 var ungur maður staddur fyrir utan kirkju mormóna í Devonshire á Englandi. Maðurinn var sjálfur mormóni og eins og svo margt ungt fólk sem tilheyrir þeirri kirkju hafði maðurinn verið að ástunda trúboð. Hann átti sér einskis ills von þegar maður beindi að honum byssu, sem síðar kom í ljós að var ekki ekta, þvingaði hann til að setjast upp í bíl sem var snarlega ekið á brott. Unga trúboðanum hafði verið rænt. Honum tókst að sleppa úr prísundinni þremur dögum síðar. Ungi maðurinn fór rakleiðis inn á næstu lögreglustöð og tilkynnti að hann væri þolandi mannráns og hefði þar að auki verið nauðgað. Lögreglumenn vissu hins vegar ekki hvaðan á þá stóð veðrið þegar ungi trúboðinn greindi frá því að höfuðpaurinn á bak við mannránið og sá aðili sem hefði nauðgað honum væri kona, fegurðardrottning að nafni Joyce McKinney.

Ungi trúboðinn hét Kirk Anderson en Joyce McKinney, sem var eins og hann bandarísk og hafði verið útnefnd ungfrú Wyoming árið 1973, sagði síðar að hún hefði verið ástfanginn af Anderson sem hefði samþykkt að giftast henni ef hún myndi sleppa honum.

McKinney og vitorðsmaður hennar voru á endanum handtekin en bresk yfirvöld áttu í mesta basli með að sækja þau til saka þar sem á þessum tíma voru ekki til staðar nein ákvæði í breskum lögum um nauðganir og annað kynferðisofbeldi sem beindist gegn karlmönnum.

Ekki ókunnug

McKinney og Anderson voru þó alls ekki ókunnug. Bæði voru þau mormónar og kynntust í Utah ríki, miðstöð mormóna í Bandaríkjunum. Þau áttu í ástarsambandi í skamman tíma og McKinney fullyrti síðar að hún hefði orðið ólétt eftir Anderson en misst fóstrið. Hann ákvað á endanum að slíta sambandi þeirra og flutti til Englands en það átti McKinney bátt með að sætta sig við með fyrrgreindum afleiðingum.

Anderson var heittrúaður og taldi sambandið við McKinney syndsamlegt þar sem kynlíf og ástarsambönd fyrir hjónaband voru ekki vel séð meðal mormóna. Að ráði biskups sleit hann sambandinu og flutti til Englands. McKinney tókst hins vegar að finna hann með aðstoð einkaspæjara. Þegar hún rændi Anderson haustið 1977 var hún orðin 27 ára en hann var þá 19 ára.

McKinney réð vaxtaræktarmann til að aðstoða sig og fékk einnig vin sinn arkitektinn Keith May sér til aðstoðar en May sá á endanum um að yfirbuga Anderson.

Hún réð einnig flugmann til að fljúga með þau öll og Anderson aftur til Bandaríkjanna. Þegar McKinney hitti flugmanninn fyrst var hún með hárkollu á höfðinu sem hún kallaði Matthildi. Flugmaðurinn og vaxtaræktarmaðurinn létu sig hins vegar fljótt hverfa þegar þeir áttuðu sig á að til stæði hreinlega að ræna Anderson en ekki bjarga honum eins og fegurðardrottningin hafði reynt að telja þeim trú um.

Geta konur nauðgað körlum?

McKinney lýsti síðar ítarlega frá sínu sjónarhorni hvað gekk á í húsinu þar sem hún og May héldu Anderson föngnum. Þau bundu Anderson fastan við rúm og McKinney sagði að hún og Anderson hafi verið bæði hrifin af því að nota fjötra í kynlífi. McKinney sagði að nauðsynlegt hefði verið að rífa Anderson úr öllum fötum og losa hann þannig úr nærfötunum sem hefðu verið þakinn táknum mormóna sem væru ekkert annað en djöfullegur sértrúarsöfnuður en hún hafði þá gengið af trúnni. Nauðsynlegt hafi verið fyrir þau að stunda kynlíf til að losa Anderson undan mormónskunni enda sé kynlíf fyrir hjónaband alveg bannað í þeim röðum.

Anderson sagði þetta hreina lygi hann hefði aldrei veitt samþykki sitt og því væri um ekkert annað en nauðgun að ræða.

McKinney sagði það ómögulegt að kona gæti nauðgað karlmanni. Það væri eins og að reyna að troða sykurpúða í stöðumæli.

Lögreglunni fannst fullyrðingar Anderson skrýtnar en lögreglumennnirnir töldu það nánast ómögulegt að nokkur karlmaður myndi hafa eitthvað á móti því að stunda kynlíf með fegurðardrottningu. Þeim bar þó skylda til að bregðast við og náðu að hafa hendur í hári McKinney og vitorðsmanns hennar May.

Þau voru ákærð fyrir frelsissviptingu og að hafa eftirlíkingu af skotvopni í fórum sínum. Ekki var ákært fyrir nauðgunina hins vegar.

Sirkus

Réttarhöldin urðu að miklu fjölmiðlafári í Bretlandi. McKinney sagði að hún hefði aldrei neytt Anderson til eins né neins. Hann hefði neyðst til að ljúga upp á hana til að forðast fordæmingu kirkju mormóna en sérfræðingar í mormónatrú sögðu síðar að það væri ekki óhugsandi þar sem kynlíf fyrir hjónaband væri alveg bannað og litið svo miklu hornauga innan kirkjunnar.

McKinney sagðist ekki þurfa að grátbiðja karlmenn um að koma eitthvert með sér hún hefði jú verið ungfrú Wyoming.

Bresku æsifréttablöðin löptu upp hina stórfurðulega hegðun McKinney við réttarhöldin. Setningar eins og þessi urðu ekkert til að minnka áhugann:

„Ég hefði skíðað nakin niður Everest-fjall með nelliku í nefinu, vegna ástar minnar á þessum manni.“

Ljóst er að McKinney var hreinlega með þráhyggju gagnvart Anderson.

Málið var í fjölmiðlum kallað mormóna kynlífsþrælsmálið. Málið var sagt hin fullkomna æsifrétt með fegurðardrottningu, mormónatrúboða sem var rænt og kynlífsþrælkun.

McKinney var í varðhaldi í þrjá mánuði en var látin laus gegn tryggingu þar sem andlegri heilsu hennar hafði hrakað verulega. Hún og May, sem einnig var laus gegn tryggingu, náðu að flýja til Kanada með því að nota dulargervi og fölsk vegabréf. Þá var komið fram á árið 1978.

Sorgleg og furðuleg ævi

McKinney fór frá Kanada til Bandaríkjanna og var í felum þar til hún frétti að breska lögreglan hefði gefist upp á að eltast við hana. Hún var eftir það fús til að veita breskum æsifréttamiðlum viðtöl. Þegar einn þeirra náði að grafa upp gamlar nektarmyndir af henni og að hún hefði verið vændiskona varð hún bálreið.

Samt sem áður sat hún fyrir berbrjósta í þó nokkrum tímaritum vestanhafs. Hún var handtekin 1979 vegna málsins í Bretlandi en látin laus þegar bresk yfirvöld sýndu því ekki mikinn áhuga á að fá hana framselda.

McKinney hvarf eftir það úr sviðsljósinu inn í heim vændis, eiturlyfja og geðrænna veikinda.

Með hann ætíð á heilanum

Hún missti þó ekki áhugann á Anderson og var handtekin árið 1984 fyrir að sitja um hann en þegar þarna komið við sögu var Anderson búinn að giftast annarri konu og orðinn faðir. Í bíl McKinney fundust reipi, handjárn og hlekkir. Málið var hins vegar látið niður falla þegar McKinney mætti ekki þegar málið var tekið fyrir í réttarsal.

Lítið fór fyrir McKinney þar til hún dúkkaði upp í Suður-Kóreu árið 2008 undir öðru nafni og sagðist vera handritshöfundur í Hollywood. Blaðamenn voru þó ekki lengi að finna út um hverja var að ræða og hún samþykkti að ræða við þá. McKinney var orðin sextug og sagðist hafa verið hrædd við að vera í sambandi með öðrum karlmanni síðan kynnum hennar og Kirk Anderson lauk og því hefði hún verið skírlíf síðan. Fegurðardrottningin fyrrverandi viðurkenndi fúslega að hún væri enn ástfanginn af honum.

Fjallað var um McKinney í heimildarmyndinni Tabloid árið 2010. Hún var fús til að vera til viðtals í myndinni en lýsti síðar yfir óánægju sinni með lokaútgáfuna, ekki síst vegna ítarlegra upplýsinga um feril hennar sem vændiskona, en þrátt fyrir það fór hún víða um Bandaríkin til að sjá myndina í hinum ýmsu kvikmyndahúsum og hafði sérstakt yndi af að láta aðra áhorfendur vita að hún væri viðstödd. Eitt sinn hringdi hún meira að segja í kvikmyndahús í Utah sem var að sýna myndina og vildi endilega fá að vita hvort Kirk Anderson hefði komið til að sjá hana en í henni fullyrðir McKinney að Anderson hefði svo sannarlega elskað hana.

Hvar er hún nú?

McKinney hefur þó nokkrum sinnum komist í kast við lögin síðan hún var handtekin 1984 fyrir að sitja um Kirk Anderson. Alvarlegasta málið síðan þá var þegar hún var handtekin árið 2019 og í kjölfarið ákærð fyrir að hafa orðið 91 árs gömlum manni að bana í Los Angeles. McKinney var sökuð um að hafa keyrt á manninn á bíl sem hún bjó í ásamt þremur hundum sínum.

Dómari komst að þeirri niðurstöðu árið 2020 að hún væri ósakhæf vegna geðrænna veikinda og var hún úrskurðuð í vist á geðspítala.

Ekki finnast upplýsingar í fljótu bragði um hver staða fegurðardrottningarinnar, sem varð heimsfræg fyrir að ræna og nauðga mormóna sem hún var með á heilanum, er í dag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn á bak við margar af vinsælustu vörum Apple vinnur að „leynilegu verkefni“

Maðurinn á bak við margar af vinsælustu vörum Apple vinnur að „leynilegu verkefni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íran gerði loftárás á Ísrael – „Eins og Gaza, Hezbollah og Líbanon þá mun Íran sjá eftir þessari stund“ 

Íran gerði loftárás á Ísrael – „Eins og Gaza, Hezbollah og Líbanon þá mun Íran sjá eftir þessari stund“ 
Pressan
Fyrir 2 dögum

Boris Johnson var með leynilega áætlun um innrás í Holland – Markmiðið var skýrt

Boris Johnson var með leynilega áætlun um innrás í Holland – Markmiðið var skýrt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Páfinn taldi sig vera meðal vina – Skömmu eftir að hann yfirgaf staðinn komu skilaboðin

Páfinn taldi sig vera meðal vina – Skömmu eftir að hann yfirgaf staðinn komu skilaboðin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vísindamaður útskýrir hvað gerist þegar við deyjum

Vísindamaður útskýrir hvað gerist þegar við deyjum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna áttu aldrei að keyra með gluggana hálf opna

Þess vegna áttu aldrei að keyra með gluggana hálf opna