fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Forfeður Evrópubúa færðu okkur gen sem tengjast Alzheimers og MS-sjúkdómnum

Pressan
Sunnudaginn 11. febrúar 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flutningur forfeðra okkar frá Evrasíu gæti hafa haft áhrif á líkurnar á þróun ýmissa sjúkdóma hjá nútíma Evrópubúum. Þetta eru sjúkdómar á borð við MS, sykursýki 2 og Alzheimers.

Þetta eru niðurstöður nýrra rannsókna sem voru birtar í byrjun janúar í vísindaritinu Nature. Í rannsóknunum var DNA úr beinum og tönnum mörg hundruð forfeðra okkar rannsakað. Elstu beinin voru frá Miðsteinöld. Erfðaefnið var borið saman við erfðaefni nútíma Evrópubúa.

Rannsóknin varpar ljósi á hvaða erfðafræðilegu áhrif þrír straumar innflytjenda til Evrópu höfðu. Þetta var koma veiðimanna og safnara fyrir um 45.000 árum, koma bænda frá Miðausturlöndum fyrir um 11.000 árum og koma fjár- og nautgripabænda frá Austur-Evrópu og Asíu fyrir um 5.000 árum.

Í heildina var erfðamengi 1.750 forfeðra okkar borið saman við erfðamengi um 410.000 nútímamanna sem allir eru hvítir og breskir.

Borin voru kennsl á stökkbreyt DNA sem veldur MS-sjúkdómnum en það kom með bændum frá Austur-Evrópu og Asíu, sem settust aðallega að í Norður-Evrópu, fyrir um 5.000 árum. Þetta gæti skýrt af hverju sjúkdómurinn er algengastur hjá fólki af norður-evrópskum uppruna.

Einnig kom í ljós að fólk, sem er með meira af DNA frá veiðimönnum og söfnurum, á hugsanlega frekar á hættu að þróa með sér sykursýki 2 og Alzheimers en þeir sem eru með minna af þessu DNA.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Pressan
Í gær

Microsoft segir að gervigreind sé betri en læknar við að greina flókinn heilsufarsvanda

Microsoft segir að gervigreind sé betri en læknar við að greina flókinn heilsufarsvanda
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ég ætla ekki að deyja hér“: Missti útlimi í skelfilegu slysi í túbunni í London – Sögð hafa valdið slysinu með eigin gáleysi

„Ég ætla ekki að deyja hér“: Missti útlimi í skelfilegu slysi í túbunni í London – Sögð hafa valdið slysinu með eigin gáleysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann