fbpx
Laugardagur 24.febrúar 2024
Pressan

Allir vöruðu gamla milljarðamæringinn við ungu konunni – Hinsta ósk hans kom henni í opna skjöldu

Pressan
Laugardaginn 10. febrúar 2024 22:00

Marcel og Sandrine.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árum saman bjó hinn 67 ára franski bóhem Marcel Amphoux einn í afskekktum fjallakofa, án rennandi vatns eða rafmagns. Hann hélt sig mjög til hlés og lifði sparlega. Með þessum einfalda lífsstíl sínum hafði honum tekist að safna miklum auð í gegnum árin. Hann átti mikið land í Ölpunum, stærsti hluti þess var stór akur nærri litla bænum Puy-Saint-Pierre.

Þessi akur var og er frábærlega staðsettur fyrir vetrarparadís með lúxushóteli og skíðalyftum og skíðasvæðum. Verðið á akrinum hækkaði með ári hverju en Marcel hafði ekki í huga að selja. Hann óraði eflaust ekki fyrir að einfalt líf hans myndi gjörbreytast þegar mun yngri kona kom fram á sjónarsviðið.

Þegar skoðað var hvar Marcel bjó og hvernig hann lifði lífinu var ekkert sem gaf til kynna að hann væri forríkur, milljarðamæringur á íslenskan mælikvarða. Hann var ekki alveg einangraður frá umheiminum og var reiðubúinn til að deila auði sínum með nokkrum útvöldum, aðallega ættingjum og vinum sem honum líkaði vel við. Í fyrstu byggði hann nokkra alpakofa á akri sínum og leyfði vinum og ættingjum að búa ókeypis í þeim. Leigu vildi hann alls ekki fá greidda.

Hafði engan áhuga á konum

Marcel hafði aldrei haft áhuga á konum en þegar hann hitti Sandrine Devillard, sem var 21 ári yngri en hann, breyttist allt. Hún var frá París og gjörólík honum. Hún bankaði upp á hjá honum dag einn 2010. Hún sagðist vera fasteignasali og hefði áhuga á að kaupa jörðina sem Marcel átti. Hann vildi ekki selja frekar en fyrri daginn en féllst á að snæða kvöldverð með Sandrine.

Þeir sem umgengust Marcel þóttust sjá að Sandrine væri ekkert annað en lukkuriddari sem hefði bara áhuga á auði Marcel. En á hinn bóginn var ekki hægt að neita því að Marcel var alsæll með að hafa fundið ástina. Ári eftir fyrsta stefnumót þeirra gengu þau í hjónaband í ráðhúsinu í Puy-Saint-Pierre en um 500 manns búa í bænum. Flestir bæjarbúar þekkja hvern annan.

Marcel og Sandrine á brúðkaupsdeginum.

Sandrine stakk mjög í stúf við aðra þegar hún mætti í brúðkaupið, klædd í dýran merkjafatnað frá toppi til táar. Hinn tannlausi brúðgumi var í gömlum fatnaði og ógreiddur. Gestirnir mótmæltu hástöfum. Daily Express hafði eftir einum gestanna að fólk hafi öskrað því það hafi talið að Sabrine hefði aðeins í hyggju að komast yfir peninga Marcel. Sandrine sagðist ekki skilja þessar móttökur og viðhorf gagnvart henni og sagði að kjaftasögurnar og móttökurnar hefðu sært hana mikið. En eftir brúðkaupið styrktust grunsemdir bæjarbúa mikið því Sandrine bjó áfram í París en Marcel í kofanum sínum uppi í Ölpunum. Sandrine var þó með skýringu á þessu á reiðum höndum.

„Marcel er maður sem á heima á miðöldum, kannski frekar á steinöld. Ég á heima í París. Ég vil gjarnan búa þar en ég heimsæki manninn minn eins oft og ég get. Til að hitta hann og fá hann til að hlæja.“

Slysið

2012 jukust grunsemdir bæjarbúa og fleiri enn frekar því þegar Marcel var á heimleið í bíl sínum missti hann stjórn á honum og lenti á tré eftir að hafa ekki náð beygju á veginum sem hann hafði ekið eftir mörg þúsund sinnum. Hann lést samstundis en vinur Sandrine, sem var með í bílnum, slapp lifandi. Orðrómur fór á kreik um að Sandrine hefði haft eitthvað með slysið að gera en engar sannanir fundust fyrir því.

Niðurbrotin mætti Sandrine til jarðarfararinnar og grét allan tímann en ættingjar og vinir Marcel sýndu henni enga samúð. Í aðdraganda útfararinnar hafði Sandrine tilkynnt að hún væri eini erfingi Marcel og að hún væri nú milljónamæringur. Hún hafði einnig tilkynnt að hún ætlaði að henda öllum íbúum í kofum Marcel út og hefja frekari framkvæmdir á fyrrnefndum akri.

Sandrine og Marcel í bakgrunninum.

En þegar erfðaskráin var opnuð að útförinni lokinni gjörbreyttist staðan fyrir alla og þá ekki síst fyrir Sandrine. Marcel hafði skömmu fyrir andlát sitt breytt erfðaskrá sinni á þann veg að allar eigur hans og peningar runnu til ættingja hans og vina og hann ánafnaði þeim einnig alpakofunum sem hann hafði byggt fyrir þá. Sandrine fékk ekkert og því má eiginlega ætla að Marcel hafi að lokum farið að gruna eitthvað og áttað sig á að Sandrine hafi aðeins verið á höttunum eftir eigum hans.

Málinu var þó ekki lokið því við tóku áralöng réttarhöld þar sem Sandrine krafðist þess að nýja erfðaskráin yrði dæmd ógild og að hún fengi allar eigur Marcel eins og fyrri erfðaskrá hans hafði kveðið á um. Hún hélt því meðal annars fram að undirskrift hans hefði verið fölsuð í nýju erfðaskránni. En allt kom fyrir ekki og á endanum úrskurðaði áfrýjunardómstóll að undirskriftin væri ekki fölsuð og að ættingjar og vinir Marcel skyldu erfa hann og Sandrine ekki fá neitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hoppaði inn í ljónagryfjuna til að taka sjálfsmynd

Hoppaði inn í ljónagryfjuna til að taka sjálfsmynd
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hann sagði að eiginkonan hefði farið að heiman með öðrum manni – Núna er ný staða komin upp í málinu

Hann sagði að eiginkonan hefði farið að heiman með öðrum manni – Núna er ný staða komin upp í málinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu lík 3 ára stúlku í steypu og lík bróður hennar í ferðatösku

Fundu lík 3 ára stúlku í steypu og lík bróður hennar í ferðatösku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sendi látnum föður sínum skilaboð daglega í fjögur ár – Einn dag pípti síminn með svar og sannleikurinn kom í ljós

Sendi látnum föður sínum skilaboð daglega í fjögur ár – Einn dag pípti síminn með svar og sannleikurinn kom í ljós
Pressan
Fyrir 4 dögum

NASA leitar að þátttakendum í „gervi-Marsleiðangur“

NASA leitar að þátttakendum í „gervi-Marsleiðangur“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rebecca hvarf fyrir fimm árum – Þessi ljósmynd hefur vakið grunsemdir lögreglunnar

Rebecca hvarf fyrir fimm árum – Þessi ljósmynd hefur vakið grunsemdir lögreglunnar