fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Pressan

Áður heilsuhraustur unglingur þungt haldinn vegna fuglaflensu

Pressan
Miðvikudaginn 13. nóvember 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unglingur liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild í Bresku-Kólumbíu í suðvesturhluta Kanada vegna fuglaflensu.

Drengurinn byrjaði að finna fyrir einkennum þann 2. nóvember síðastliðinn og var lagður inn á sjúkrahús þann 8. nóvember. Rannsókn staðfesti að hann væri með fuglaflensu sem líklega er af stofninum H5N1.

Breska blaðið Guardian greinir frá þessu og segir að drengurinn dvelji á gjörgæsludeild barnaspítalans í Bresku-Kólumbíu með það sem kallast brátt andnauðarheilkenni (ARDS). Á Vísindavefnum segir að einkenni þess séu mikið bólgusvar og vefjaskemmdir og minnkuð geta lungnanna til að koma súrefni yfir í blóðið og þaðan til annarra vefja.

Talið er að þetta sé fyrsta tilvikið af þessu tagi sem kemur upp hjá manneskju í Kanada en flensan hefur greinst í alifuglum í Bresku-Kólumbíu að undanförnu. Drengurinn var heilsuhraustur áður en hann greindist og ekki með neina undirliggjandi sjúkdóma.

Heilbrigðisyfirvöld telja að almenningi stafi ekki hætta af smitinu enda engar vísbendingar um að flensan smitist á milli fólks. Ekki er talið að drengurinn hafi verið í beinni snertingu við smitaða alifugla en hann umgekkst þó „hunda, ketti og skriðdýr“ áður en hann byrjaði að sýna einkenni veikinda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vuk í Fram
Pressan
Í gær

17 látnir eftir að hafa drukkið ólöglegt áfengi

17 látnir eftir að hafa drukkið ólöglegt áfengi
Pressan
Í gær

Segir að Filippus drottningarmaður hafi haldið framhjá Elísabetu „allt sitt líf“

Segir að Filippus drottningarmaður hafi haldið framhjá Elísabetu „allt sitt líf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

143 látnir af völdum óþekkts sjúkdóms

143 látnir af völdum óþekkts sjúkdóms
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hremmingar jólageitarinnar

Hremmingar jólageitarinnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Umdeildi argentíski forsetinn sem er kallaður brjálæðingur – Hver er Javier Milei?

Umdeildi argentíski forsetinn sem er kallaður brjálæðingur – Hver er Javier Milei?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Neyðarlínusímtal lýsir skelfilegum aðstæðum 7 ára stúlku – „Ég vil ekki fara til himna pabbi“

Neyðarlínusímtal lýsir skelfilegum aðstæðum 7 ára stúlku – „Ég vil ekki fara til himna pabbi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fíkniefnasalinn skreið inn í fataskáp í von um að sleppa

Fíkniefnasalinn skreið inn í fataskáp í von um að sleppa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Virtur ljósmyndari lenti í ótrúlegri uppákomu á flugvelli – Sjáðu myndbandið

Virtur ljósmyndari lenti í ótrúlegri uppákomu á flugvelli – Sjáðu myndbandið