fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Pressan

Morgan var rænt 6 ára – Fjölskyldan beið 30 ár eftir svörum en enginn verður ákærður

Pressan
Sunnudaginn 10. nóvember 2024 22:00

Morgan Nick

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 9. júní 1995 fór Morgan Nick sex ára gömul á hafnaboltaleik með Colleen móður sinni í Alma í Arkansas. Á meðan á leiknum stóð fór Morgan ásamt tveimur vinkonum sínum að veiða eldflugur. Vinkonurnar sneru til baka án Morgan.

Í frétt Associated Press árið 1995 var greint frá því að vinkonur Morgan hafi síðast séð til hennar þar sem hún stóð nálægt bíl og var að losa sand úr skónum sínum. Um svipað leyti sást rauður pallbíll á ferð sem skeggjaður maður keyrði. AP greindi frá því að hvarf Morgan og ferðir vörubílsins hafi átt sér stað um svipað leyti.

„Ég fór að bílnum okkar, leit í kringum hann að utan, opnaði hurðirnar, leit inn í bílinn og hélt að hún væri komin inn,“ sagði Colleen við Unsolved Mysteries. „Jafnvel á einum tímapunkti leit ég undir bílinn og hugsaði bara að hún yrði að vera hérna einhvers staðar. Innan nokkurra mínútna var allt fólkið og flestir bílarnir horfnir og það var mjög ljóst að Morgan var ekki þarna.“

Hvarf Morgan vakti mikla athygli í Arkansas og þúsundir vísbendinga skiluðu sér til lögreglunnar. En eftir nokkur ár kólnaði málið og var óleyst.

„Þetta er það versta sem nokkurt foreldri getur lent í,“ sagði Colleen. „Það er þessi tilfinning að þetta sé ekki raunverulegt, einhvern veginn. Það virðist ekki mögulegt að barnið þitt sé horfið, að einhver gæti hafa tekið barnið þitt.“

Eftir tæpa þrjá áratugi tilkynnti lögreglan loksins að alvöru vísbending hefði fundist í málinu. Þann 1. október 2024 tilkynnti lögreglan í Alma á blaðamannafundi að DNA sýni hefði leitt lögregluna á slóð manns, sem lést árið 2000.

Billy Jack Lincks

Billy Jack Lincks var yfirheyrður tveimur mánuðum eftir hvarf Morgan. Á þeim tíma var hann einnig til rannsóknar í öðru máli þar sem tilraun var gerð til að ræna öðru stúlkubarni nokkrum vikum eftir hvarf Morgan. Lincks var dæmdur fyrir kynferðislega áreitni gegn barni árið 1996.

Málið um hvarf Morgan var endurupptekið árið 2020. Fréttastofur greindu frá því að lögreglan hefði leitað í vörubíl sem hafði tilheyrt Lincks, eftir að hafa fundið nýjan eiganda bílsins. Leitin bar árangur.

Vörubíllinn innihélt nokkur hár sem voru send á rannsóknarstofu til greiningar. Rannsakendur komust að því að hárin tilheyrðu fjölskyldumeðlimi Morgan, kannski jafnvel Morgan sjálfri. Engar sannanir voru fyrir því að einhver annar úr fjölskyldu stúlkunnar hefði verið inni í bílnum. Niðurstöðurnar leiddu til þess að lögreglan tilkynnti að hún væri opinberlega að lýsa Lincks grunaðan um hvarf Morgan.

„Her stuðningsmanna, talsmanna og hetja hefur safnast saman til að afhjúpa sannleikann um hvarf hennar,“ sagði Colleen á blaðamannafundi. „Hjarta Morgans skín áfram.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið