fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Pressan

Látinn maður talinn hafa myrt þrjá einstaklinga á níunda áratugnum

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 11. janúar 2024 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morðin á David L. Knobling, 20 ára, Robin M. Edwards, 14 ára, og Teresa Lynn Spaw Howell, 29 ára, árið 1987 í Virginíu í Bandaríkjunum gætu loksins verið leyst nærri fjórum áratugum síðar. Sjómaður, Alan W. Wilmer eldri, sem lést árið 2017, 63 ára að aldri, er talinn bera ábyrgð á morðunum.

Þann 23. september 1987 fundust hjónin Knobling og Edwards skotin til bana á strönd dýralífsstjórnunarsvæðis í Isle of White County, að sögn ríkislögreglunnar. Edwards hafði verið beitt kynferðislegu ofbeldi. Síðast sást til þeirra hjóna fjórum dögum áður en líkin fundust. Morðin á Knobling og Edwards voru eitt af fjórum tvöföldum morðum frá 1986 til 1989 sem voru kölluð „Colonial Parkway Murders“.

Howell fannst látin fyrir utan skemmtistað í Hampton 1. júlí 1989, að sögn lögreglu. Þremur dögum síðar voru borin kennsl á hana eftir að tilkynnt var að hennar væri saknað. Howell hafði verið beitt kynferðislegu ofbeldi og lést af völdum kyrkingar, að sögn lögreglu.

DNA sönnunargögn staðfestu að sami aðili væri ábyrgur fyrir morðunum þremur. Wilmer átti engan sakaferil, lá ekki undir grun og því voru engin DNA sönnunargögn fengin frá honum, fyrr en eftir andlát hans, þegar þurfti að bera kennsl á hann.

Alan Wilmer

Greiningarvottorð DNA passar við sönnunargögn á morðvettvangi

Árið 2023 gaf réttarvísindadeild Virginia út greiningarvottorð sem staðfesti að DNA Wilmer passaði við sönnunargögn sem safnað var á vettvangi hinna aðskildu morða. Ríkislögreglan segir að ef Wilmer væri enn á lífi yrði hann ákærður fyrir morðin.

„Ég vil þakka fjölskyldum Edwards, Knobling og Howell fyrir þolinmæði þeirra og skilning í gegnum árin,“ segir Tim Lyon, fulltrúi ríkislögreglunnar, í yfirlýsingu. „Aðeins þeir sem hafa orðið fyrir barnsmissi með þessum hætti geta raunverulega skilið hversu djúpt sorgin er og reiðin yfir að vita ekki hver var ábyrgur fyrir því að taka líf ástvinar síns á svo ofbeldisfullan og grimman hátt. Ég vona svo sannarlega að auðkenningin á morðingjanum skapi einhverja lokun og frið fyrir ættingja hinna látnu.“

Wilmer var með fiskibát í atvinnuskyni sem hét Denni Wade og á níunda áratugnum lifði hann á rækju- og ostruveiðum. Hann ók nokkrum pallbílum, þar á meðal áberandi bláum Dodge Fargo árgerð 1966 með Virginia númeraplötu sem á stóð EM-RAW. Ríkislögreglan segir einnig að hann hafi átt fyrirtæki sem hét Better Tree Service og hafi verið ákafur veiðimaður.

Lögreglan leitar aðstoðar almennings

Lögreglan biður alla þá sem kunna að hafa þekkt Wilmer, veitt með honum eða lagt bát sínum við hliðina á honum í smábátahöfnum á Northern Neck, Hampton Roads eða Middle Peninsula svæðum að hringja í upplýsingalínu lögreglunnar.

„Þar sem rannsakendur horfa til þess að leysa aðra glæpi sem Wilmer kann að hafa framið, biðjum við almenning um að koma fram og deila upplýsingum um hvers kyns kynni sem þeir kunna að hafa átt við hann,“ segir Brian Dugan, sérstakur umboðsmaður FBI í Norfolk, í yfirlýsingu. „Við áttum okkur á að sambönd og trygglyndi fólks breytist með tímanum, eins og fólk og sjónarhorn þess. Það er möguleiki á að einstaklingar búi yfir vitneskju um atvik sem þeim fannst ekki þægilegt að koma fram fyrr á árum, en við viljum að þeir einstaklingar viti að það er aldrei of seint að stíga fram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Varð fyrir alvarlegum heilaskaða eftir ljótan hrekk vina sinna

Varð fyrir alvarlegum heilaskaða eftir ljótan hrekk vina sinna
Pressan
Í gær

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dagur frelsunar og hryllings

Dagur frelsunar og hryllings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Les farsíminn hugsanir þínar?

Les farsíminn hugsanir þínar?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða