fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

Tár kvenna geta haft mildandi áhrif á karla

Pressan
Mánudaginn 1. janúar 2024 20:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýleg rannsókn gefur til kynna að tár kvenna geti mögulega dregið úr árásargirni karlmanna. Það bendir til þess að þessi afleiðing tilfinningalegs uppnáms geti haft verndandi áhrif.

Tímarit Smithsonian-stofnunarinnar greindi nýlega frá þessu.

Niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að það geti dregið úr árásargirni karlmanna um 40 prósent að finna lykt af tárum kvenna. Í rannsókninni var fylgst með árásargjarnri hegðun og heilastarfsemi til að mæla árásargirni í karlmönnunum sem tóku þátt. Vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni segja raunar að þetta geti átt við um öll tár úr manneskjum, ekki eingöngu konum.

Einn vísindamannanna sem stóðu að rannsókninni segir að hún gefi til kynna að tár geti veitt efnafræðilega vörn gegn árásargirni. Hann segir að þessi áhrif nái til skordýra og manneskja sem og annarra spendýra.

Fyrri rannsóknir hafa gefið til kynna að lykt af tárum geti dregið úr magni testósteróns í körlum og þar sem það hormón hefur meiri áhrif á árásargirni í körlum en konum var ákveðið að rannsaka frekar tengsl milli árásargirni karla og tára kvenna.

Rannsóknin fór þannig fram að hópur 100 kvenna var beðinn um að skila sýnishornum af tárum sem þær grétu við að komast í tilfinningalegt uppnám. Aðeins 6 af þessum konum gátu skilað af sér nægilega miklu magni tára og voru þær á aldrinum 22-25 ára. Nauðsynlegt var að hafa 1 millilítra af tárum fyrir hvern karlkyns þátttakanda og það var ekki nægilegt að skera lauk því tárin sem sú athöfn framkallar eru öðruvísi en tár sem verða til við tilfinningalegt uppnám en flestar konurnar framkölluðu tárin með því að horfa á sorglegar kvikmyndir.

Mælt með tölvuleik

Karlkyns þátttakendur í rannsókninni spiluðu tölvuleik sem ætlað var að koma af stað árásargirni í þeim. Fyrst spiluðu 25 karlmenn leikinn gegn tölvu en þeim var hins vegar sagt að þeir væru að spila á móti manneskju sem svindlaði. Árásargirni karlmannanna var síðan mæld með því að reikna út hversu oft þeir kusu að leita hefnda gegn þessum andstæðingi sínum. Í síðari hluta tilraunarinnar spiluðu 26 karlmenn sama tölvuleik á meðan þeir voru í segulómunartæki sem fylgdist með heilastarfsemi þeirra.

Í báðum tilraunum voru þátttakendur látnir þefa af tárum kvenna eða saltvatnslausn. Bæði voru lyktarlaus og karlmönnunum var ekki sagt af hverju þeir væru nákvæmlega að þefa. Í ljós kom að merki um árásargjarna hegðun voru 43,7 prósent færri eftir að karlmennirnir þefuðu af tárunum en þegar þeir þefuðu af saltvatnslausninni. Virkni í þeim svæðum heilans sem tengjast árásargirni minnkaði einnig  eftir að karlmennirnir þefuðu af tárum kvennanna.

Vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni hafa næst í hyggju að rannsaka áhrif lyktar af tárum á árásargirni í konum og hvort að tár ungabarna minnki árásargirni í fullorðnum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Pressan
Í gær

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti