Bannið nær til allra eldri en 12 ára. 20 Minuten skýrir frá þessu og segir að karlar verði framvegis að vera í stuttermabol, hið minnsta, ef þeir ætla að spranga um á sundskýlunni utan baðstrandanna. Konur verða að vera í toppi yfir bikiníinu eða sundbolnum.
Yfirvöld settu þessar reglur í kjölfar fjölda kvartana frá heimamönnum vegna þess sem þeir telja vera vanklædda ferðamenn.
Sektin fyrir fyrsta brot er sem nemur um 3.800 íslenskum krónum en ef viðkomandi lætur sér ekki segjast og er sektaður aftur er sektin sem nemur um 80.000 íslenskum krónum.
Svipað bann hefur verið sett í öðrum ítölskum bæjum sem og í Barcelona á Spáni.