Sky News segir að Daniel geti í fyrsta lagi sótt um reynslulausn eftir 25 ár.
Kviðdómur í Leicester Crown Court fann hann sekan um morðið.
Daniel sagðist hafa stungið Gerald þegar hann fylltist örvæntingu þegar hann ætlaði að ræna hann. Hann hafði elt fyrrum maka Gerald inn í húsið þann 22. febrúar á síðasta ári í þeim tilgangi að ræna Gerald.
Dómarinn sagði við dómsuppkvaðninguna að Daniel hafi verið búinn að undirbúa ránið og það geri málið enn verra auk þess sem fórnarlambið hafi verið gamall maður sem hafi verið heima hjá sér þar sem hann hafi átt að geta verið öruggur.
Dómarinn sagði einnig að Daniel hafi gert sér upp andleg veikindi til að reyna að leika á réttarvörslukerfið. En það komst hann ekki upp með og mun eyða næstu 25 árunum í fangelsi og jafnvel fleiri.