fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Pressan
Miðvikudaginn 24. apríl 2024 06:30

Gerald Wickes. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var Daniel Rounce, 18 ára, dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að hafa myrt hinn 79 ára Gerald Wickes í „hryllilegri“ árás. Daniel stakk hann í hjartað.

Sky News segir að Daniel geti í fyrsta lagi sótt um reynslulausn eftir 25 ár.

Kviðdómur í Leicester Crown Court fann hann sekan um morðið.

Daniel sagðist hafa stungið Gerald þegar hann fylltist örvæntingu þegar hann ætlaði að ræna hann. Hann hafði elt fyrrum maka Gerald inn í húsið þann 22. febrúar á síðasta ári í þeim tilgangi að ræna Gerald.

Daniel Rounce. Mynd:Lögreglan

 

 

 

 

 

Dómarinn sagði við dómsuppkvaðninguna að Daniel hafi verið búinn að undirbúa ránið og það geri málið enn verra auk þess sem fórnarlambið hafi verið gamall maður sem hafi verið heima hjá sér þar sem hann hafi átt að geta verið öruggur.

Dómarinn sagði einnig að Daniel hafi gert sér upp andleg veikindi til að reyna að leika á réttarvörslukerfið. En það komst hann ekki upp með og mun eyða næstu 25 árunum í fangelsi og jafnvel fleiri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“