Atvikið átti sér stað á DoubleTree Suites-hótelinu síðastliðinn miðvikudag en maðurinn hafði mælt sér móti við tvo einstaklinga sem hann taldi vera 7 og 11 ára stúlkur.
Maðurinn var hins vegar leiddur í gildru og tóku laganna verðir, gráir fyrir járnum, á móti honum þegar hann knúði dyra á einu af herbergjum hótelsins.
Maðurinn dró upp skotvopn um leið og hann sá að lögreglumenn væru á vettvangi. Lögreglumenn tóku enga áhættu og skutu manninn um leið og hann dró upp vopnið. Var hann úrskurðaður látinn á vettvangi stuttu síðar.
Einn lögreglumaður særðist á fótlegg þegar kúla úr byssu mannsins straukst við hann.
Adrian Diaz, lögreglustjóri í Seattle, segir að tálbeituaðgerðir eins og þessar geti verið hættulegar fyrir lögreglumenn. Upp geti komið óútreiknanlegar aðstæður á stuttum tíma eins og þetta dæmi sýnir.