Live Science skýrir frá þessu og segir að loftsteinninn hafi fengið heitið 2024 GJ2. Hann er 2,5 til 5 metrar á lengd að mati Evrópsku geimferðastofnunarinnar ESA. Þetta þýðir að loftsteinninn hefði brunnið upp í gufuhvolfi jarðarinnar ef hann hefði komið inn í það.
Loftsteinninn fer næst framhjá jörðinni árið 2093 og verður þá í um 205.000 kílómetra fjarlægð.
Bandaríska geimferðastofnunin NASA hefur skráð tæplega 35.000 loftsteina, sem fara nærri jörðinni, en jörðinni stafar aðeins ógn af fáum þeirra.