Hlé hefur nú verið gert á uppgreftir á svæðinu en þegar hann hefst á nýjan leik er ætlunin að rannsaka hvort einhverjar múmíur séu enn til staðar í grafhýsinu.
Live Science segir að um rétthyrnda byggingu sé að ræða með flötu þaki og hallandi veggjum. Inni í henni eru glæsileg veggjamálverk sem lýsa daglegu lífi í Egyptalandi til forna. Má þar nefna asna að þreskja korn með því að traðka á því, skip á siglingu á Níl og varning seldan á mörkuðum.
Áletranir á veggjunum segja að grafhýsið tilheyri manni að nafni Seneb-Neb-Af og eiginkonu hans, Idet.