fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Leita að tígrisdýri sem allir töldu að væri útdautt

Pressan
Miðvikudaginn 27. mars 2024 07:34

Jövu-tígurinn er tilkomumikil skepna. Þessi mynd er frá árinu 1938.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn í Indónesíu leita nú logandi ljósu að tígrisdýri sem allir töldu að væri útdautt fyrir löngu.

Dýr úr þessum tígrisdýrastofni, hinum svokallaða Jövu-stofni, hafa ekki sést síðan á níunda áratug liðinnar aldar og var stofninn úrskurðaður útdauður árið 2008.

Á undanförnum árum hefur verið orðrómur um að sést hafi til dýranna á Jövu, sem er fjölmennasta eyja heims, og hefur fólk gefið sig fram sem telur sig hafa séð til dýranna.

Þetta virðist vera á rökum reist því íbúar í þorpi á vesturhluta Jövu náðu hári úr einu dýri þegar það stökk yfir girðingu árið 2019. Hárið var sent í DNA-rannsókn og borið saman við hár úr Jövu-tígrisdýri frá fjórða áratug liðinnar aldar.

Í nýrri vísindagrein sem birtist í Cambridge University Press kemur fram að hárið frá 2019 sé úr skepnu sem er að minnsta kosti mjög nátengd Jövu-tígrinum sem veiddur var á síðustu öld. Er það mat vísindamanna að erfðafræðilegur munur skepnanna tveggja sé aðeins 0,3%.

Þykir þetta gefa til kynna að stofninn sé enn á lífi en enn í mikilli útrýmingarhættu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi