fbpx
Fimmtudagur 16.maí 2024
Pressan

Fundu „hættulega“ skjaldböku á Englandi

Pressan
Miðvikudaginn 20. mars 2024 06:30

Fluffy getur bitið hressilega. Mynd:Wild Side Vets

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hættuleg“ skjaldbaka, sem getur bitið í gegnum bein, fannst nýlega í Cumbria á Englandi. Henni var komið til dýralækna sem gáfu henni nafnið Fluffy.

Skjaldbökur af þessari tegund eiga sín náttúrulegu heimkynni í ám og fenjum í Flórída. Skel þeirra er eins og brynja og líkjast þær einna helst forsögulegum risaeðlum að sögn Sky News.

Nokkrum sinnum hafði sést til Fluffy, sem er ferskvatnsskjaldbaka, við Urswick Tarn. Það var síðan bæjarfulltrúinn Denise Chamberlain sem fangaði hana og setti í innkaupakörfu og fór með til dýralæknisins Dom Moule.

Í samtali við Sky News sagðist hann hafa orðið mjög hissa þegar komið var með skjaldbökuna og það hafi komið honum mjög á óvart þegar hann áttaði sig á hverrar tegundar hún er.

Hann sagði að líklega hafi einhver losað sig við hana eftir að hafa áttað sig á hversu erfitt það er að annast hana.

Moule og samstarfsfólki hans hefur ekki tekist að ganga úr skugga um hvors kyns skjaldbakan er en það kom ekki í veg fyrir að hún fengi nafnið Fluffy.

Ákveðið hefur verið að Fluffy verði komið fyrir í dýragarði í Cornwall.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stórtíðindi af bóluefnum – Nýtt bóluefni veitir vernd gegn kórónuveirum sem eru ekki enn komnar fram á sjónarsviðið

Stórtíðindi af bóluefnum – Nýtt bóluefni veitir vernd gegn kórónuveirum sem eru ekki enn komnar fram á sjónarsviðið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hæfileikaríkur miðill blekkti bæjarstjórann upp úr skónum

Hæfileikaríkur miðill blekkti bæjarstjórann upp úr skónum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm