fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Ástarsaga úr útrýmingarbúðum

Jakob Snævar Ólafsson
Sunnudaginn 28. janúar 2024 22:00

Mynd frá Auschwitz/Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öll ættum við að hafa heyrt um útrýmingarbúðir þýskra nasista í síðari heimsstryjöldinni. Þeim var beinlínis ætlað að útrýma Gyðingum og öðrum hópum sem nasistar tóku upp hjá sjálfum sér að ákveða að ættu ekki að fá að lifa lengur. Einna þekktastar voru Auschwitz búðirnar í Póllandi. Það er vart hægt að ímynda sér að þar hafi verið nokkurn snefil af fegurð eða blíðu að finna. Það gerðist hins vegar að tveir einstaklingar, kona og karlmaður, sem voru flutt í búðirnar fundu ástina þrátt fyrir að vera umkringd ljótleikanum.

Fjallað er um parið í nýlegri bók Lovers in Auschwitz: A True Story eftir Keren Blankfeld.

Nýlega var birtur úrdráttur úr bókinni í tímariti Smithsonian-stofnunarinnar.

Þau voru bæði Gyðingar. Konan hét Helen Zipora Spitzer en var oftast kölluð Zippi. Hún var 23 ára og frá Slóvakíu. Hún var meðal fyrstu Gyðingana sem voru fluttir til Auschwitz í mars 1942.

Karlmaðurinn kom 9 mánuðum síðar. Hann var þá 16 ára, sem á þessum árum taldist vera fullorðinn einstaklingur, og frá Póllandi. Hann hét David Wisnia.

David og Zippi áttu það sameiginlegt að hafa misst fjölskyldur sínar og heimili vegna ógnaraldar nasista.

Þau voru bæði hæfileikarík. David var góður söngvari en Zippi var mjög fær í teikningu og grafískri hönnun. Þau þurftu sannarlega á sínum hæfileikasviðum að halda til að komast í gegnum þær skyldur sem lagðar voru á herðar þeim í búðunum í fyrstu. Zippi var sett í að lyfta þungum steinum en David átti að bera lík sem voru afar illa farin eftir næringarskort og harðræði.

Ástin kviknar

Hæfileikar þeirra áttu eftir að nýtast þeim til að fá mildari meðferð svo sem öruggari verkefni og meiri mat. Zippi teiknaði gröf og myndrit fyrir nasistana yfir helstu tölur úr búðunum en David söng fyrir þá.

Þau fréttu brátt hvort af öðru og mættust oft meðal annars á skrifstofu búðanna. David var viss um að Zippi væri að reyna að vera sem mest í námunda við hann. David gekk framhjá henni og rétt strauk yfir yfirhöfn hennar en Zippi heilsaði lágt. Honum leist afar vel á hana. Þau urðu hins vegar að vara sig. Nasistarnir myndu ekki líða ástaratlot í búðunum.

Þau voru bæði vel haldin þrátt fyrir að vera í haldi í útrýmingarbúðunum vegna þeirrar sérmeðferðar sem þau hlutu.

Þarna var komið fram á árið 1943. David hafði fengið nýtt starf í búðunum. Hann var settur í að sótthreinsa föt.

Nokkur tími leið en þá voru kynnt hvort fyrir öðru. David fannst Zippi vera fallegasta konan í búðunum og hann var hissa á því hvað hún var í fallegum fötum í ljósi aðstæðna. Fyrsta samtal þeirra var stutt og fór fram að hluta til á slóvakísku en líka hebresku og einhverju leyti þýsku. Þau ákváðu að reyna að halda samskiptum sínum áfram.

Zippi var vel tengd vegna stöðu sinnar sem teiknari og grafískur hönnuður búðanna. Hún þekkti marga karlkyns fanga og vissi hvernig átti að láta verðina líta undan. Hún hefði eflaust getað fengið hvaða karlmann sem er á svæðinu en hún valdi David.

Þau fóru brátt að senda hvort öðru skilaboð í gegnum sendiboða eða með miðum sem þau skrifuðu á. Stundum náðu þau að hittast í eigin persónu. Það voru neistar á milli þeirra en þau gátu í mesta lagi rétt svo snert hvort annað.

Dýrkeypt mistök

Dag einn í mars 1943 urðu David á þau mistök að sofna í húsinu þar sem hann vann við sótthreinsunina. Þetta var jú hlýjasti staðurinn í búðunum. Hann missti af daglegu nafnakalli og var sendur í 3 mánuði í sérstaka refsivist en þangað voru þeir sendir sem brutu af sér með slíkum hætti. Hann var pyntaður og var settur í að vinna líkamlega erfiðisvinnu sem reyndi afar mikið á hann þótt hann væri ungur og hraustur. Þegar tíminn leið skánaði hins vegar meðferðin og hann fékk meiri mat. David átti bágt með að skilja af hverju það stafaði.

Í júní var refsivistinni lokið og hann var aftur kominn á fyrri „vinnustað.“ Ekki leið á löngu þar til Zippi varð tíður gestur þar. Hún var farin að koma á nánast hverjum degi. Þau töluðu saman og skiptust á miðum. Þau sögðu hvort öðru frá minningum sínum um hamingjuríkari tíma og skiptust á orðum um áhugamál sín og ástríðu. David sagði frá tónlistinni og Zippi frá hönnun og myndlist.

Á þessum stað þar sem ástin virtist ekki eiga möguleika á að blómstra var nú orðið til samband sem þrátt fyrir umhverfið og erfiðleika við að snertast var orðið að rómantísku sambandi.

Ást sem entist ekki

Hér sleppir úrdrættinum en í nýlegri umfjöllun New York Post kemur fram að loks árið 1944 hafi David og Zippi átt sinn fyrsta ástarfund með því að fá með mútum aðra sem í haldi voru til að standa vörð og fylgjast með því að verðirnir sæju þau ekki. Slíkir fundir endurtóku sig um einu sinni í mánuði eftir þetta

Þegar komið var fram á árið 1945 var sótt að Þjóðverjum úr öllum áttum af bandamönnum og þau sem voru enn í haldi og á lífi voru ýmist send úr búðunum, sleppt eða sluppu sjálf. Zippi og David fóru sitt í hvora áttina en lofuðu hvort öðru að hittast að stríðinu loknu í miðstöð Gyðinga í Varsjá.

Bandarískir hermenn fundu hins vegar David á vergangi og hann fékk að fara með þeim til Parísar. Hann gat ekki hugsað sér að stíga aftur fæti á pólska grund þar sem hann hafði misst fjölskyldu sína og þurft að dúsa í búðunum hryllilegu og stóð ekki við loforð sitt.

Zippi fór til Varsjár eftir stríðið en fann ekki miðstöðina.

Þau fluttu bæði til Bandaríkjanna. David gerðist sölumaður,  kom sér fyrir í Pennsylvaníu og kynntist á endanum annarri konu og stofnaði fjölskyldu.

Zippi kom sér fyrir í New York borg og starfaði einkum við fræðslu um lífið í Auschwitz og mannúðarmálum.

David hafði samband við hana 1950 og bað um að fá að hitta hana en Zippi, sem þá hafði gifst öðrum manni, neitaði. Hún leit svo á að David hefði yfirgefið sig.

Þrettán ár liðu og þau mæltu sér mót á hóteli í New York en Zippi brast kjarkinn og mætti ekki.

Þau hittust ekki aftur fyrr en 2016 á heimili Zippi í New York. Hvað hefði getað orðið var greinilega enn í huga þeirra. Zippi sagði við David að hún hefði elskað hann og hann sagðist hafa elskað hana. Hún staðfesti þá loks það sem hann hafði grunað að hún hafði notað þau áhrif sem hún hafði öðlast í búðunum til að koma í veg fyrir að hann yrði sendur í gasklefann.

Ástin hjálpaði þeim án efa að lifa vistina í Auschwitz af en því miður átti hún ekki eftir að blómstra eftir að þau voru sloppin úr þeirri skelfingu.

Með árunum hafði David farið í auknum mæli að tala um reynslu sína í Auschwitz en líklega þó ekki út frá sambandinu við Zippi. Saga þeirra var fyrst opinberuð í New York Times 2019. Davið sagði það mikilvægt að segja nýjum kynslóðum frá helförinni. Hann lést 94 ára að aldri árið 2021.

Zippi sagði líka frá sinni reynslu án þess þó að minnast á sambandið við David. Margir fræðimenn hafa stuðst við frásagnir hennar við rannsóknir á lífinu í Auschwitz. Hún lést 99 ára að aldri árið 2018.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi