fbpx
Föstudagur 17.maí 2024
433Sport

Starfsmenn United pirraðir – Skorið niður hjá þeim en eiginkonur leikmanna fá mat og gjafir

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 2. maí 2024 15:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pirringur er á meðal starfsmanna Manchester United eftir að félagið sendi þeim tölvupóst um breytingar á reglum í kringum úrslitaleik bikarsins.

Í gegnum árin hafa allir starfsmenn fengið miða á bikarúrslitaleiki sem United kemst í, þar að auki hefur félagið gefið mökum og fjölskyldum starfsmanna miða á leikinn.

Þá hefur félagið einnig borgað fyrir ferðalagið til London, fram og til baka. Nú er breyting á, hver starfsmaður fær einn miða en þarf að greiða 20 pund fyrir ferðalagið með rútu.

Á sama tíma komust starfsmenn félagsins að því að félagið borgaði fyrir hádegisverð fyrir eiginkonur leikmanna.

Eiginkonur leikmanna United fóru út að borða saman í vikunni og fengu hinar ýmsu gjafir frá félaginu. Snætt var á San Carlo sem er vinsæll veitingastaður í Manchester.

„Þetta er högg í magann,“
segir einn starfsmaður félagsins í samtali við Daily Mail.

„Ferðin á Wembley hefur verið hefð og starfsmenn hafa notið þess í mörg ár. Þetta var svona til að þakka fyrir vel unnið starf.“

United mætir Manchester City í úrslitum enska bikarsins þann 25 maí á Wembley.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gregg Ryder eftir enn eitt tapið: „Ég vissi að þetta yrði langt ferli þegar ég tók við“

Gregg Ryder eftir enn eitt tapið: „Ég vissi að þetta yrði langt ferli þegar ég tók við“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mikael varpar fram áhugaverðri kenningu – „Þetta var ekki út af stressi“

Mikael varpar fram áhugaverðri kenningu – „Þetta var ekki út af stressi“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir frá slúðursögu sem hann heyrði úr Laugardalnum eftir tíðindin í gær – „Það hefði nú alveg eins verið hægt að sleppa því símtali“

Segir frá slúðursögu sem hann heyrði úr Laugardalnum eftir tíðindin í gær – „Það hefði nú alveg eins verið hægt að sleppa því símtali“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arsenal opinberar nýjan aðalbúning sinn – Ein stór breyting milli ára

Arsenal opinberar nýjan aðalbúning sinn – Ein stór breyting milli ára
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bruno segir það undir United komið hvort hann fari eða ekki

Bruno segir það undir United komið hvort hann fari eða ekki
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ætlar KSÍ að halda í hefðina? – Þetta eru pabbar landsliðsmanna sem gætu komið inn hjá landsliðinu

Ætlar KSÍ að halda í hefðina? – Þetta eru pabbar landsliðsmanna sem gætu komið inn hjá landsliðinu
433Sport
Í gær

Segir Gylfa setja allt í botn með Tækniþjálfun – „Köstum á milli hugmyndum og hann er fremstur í flokki“

Segir Gylfa setja allt í botn með Tækniþjálfun – „Köstum á milli hugmyndum og hann er fremstur í flokki“
433Sport
Í gær

Ótrúleg saga – Konuskipti af bestu gerð vekja mikla athygli

Ótrúleg saga – Konuskipti af bestu gerð vekja mikla athygli