fbpx
Þriðjudagur 05.desember 2023
Pressan

Meðlimir glæpagengis sakfelldir fyrir peningaþvætti og smygl á fólki

Pressan
Föstudaginn 22. september 2023 09:00

Hin dæmdu. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku voru 16 meðlimir glæpagengis dæmdir í samtals rúmlega 70 ára fangelsi fyrir peningaþvætti og smygl á fólki. Talið er að gengið hafi smyglað 70 milljónum punda í reiðufé frá Bretlandi. Voru peningarnir fluttir til Dubai á árunum 2017 til 2019 og voru mörg hundruð ferðir farnar með þá.

Sky News segir að talið sé að glæpagengið hafi aflað peninganna með sölu eiturlyfja og með því að smygla fólki.

18 meðlimir glæpagengisins voru ákærðir í málinu og var leiðtogi þess, Charan Singh, dæmdur í 12 og hálfs árs fangelsi. Næstráðandi hans, Valjeet Singh, var dæmdur í 11 ára fangelsi. Aðrir meðlimir glæpagengisins voru dæmdir í fangelsi allt frá 11 mánuðum til 10 ára.

Lögreglan lagði hald á 1,5 milljónir punda í reiðufé en greining á fluggögnum og tilkynningum um reiðufé leiddu í ljós að háum fjárhæðum hafði verið smyglað úr landi.

Glæpagengið var staðið að smygli á 17 afgönskum flóttamönnum, þar á meðal fimm börnum á aldrinum 5 til 14 ára, sem hollenska lögreglan fann í flutningabíl 2019. Fólkið var falið í tveimur sérútbúnum hólfum, með engum loftgötum, bak við fjölda dekkja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

14 ára stúlka hvarf sporlaust um miðja nótt – 9 mánuðum síðar kom símtalið sem breytti öllu

14 ára stúlka hvarf sporlaust um miðja nótt – 9 mánuðum síðar kom símtalið sem breytti öllu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Færð þú höfuðverk af einu rauðvínsglasi? – Nú er skýringin hugsanlega fundin

Færð þú höfuðverk af einu rauðvínsglasi? – Nú er skýringin hugsanlega fundin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrottaleg refsing yfir tveimur meðlimum glæpagengis

Hrottaleg refsing yfir tveimur meðlimum glæpagengis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flugfreyja segir að fólk eigi alltaf að kasta vatnsflösku undir hótelrúm

Flugfreyja segir að fólk eigi alltaf að kasta vatnsflösku undir hótelrúm