Sky News segir að talið sé að glæpagengið hafi aflað peninganna með sölu eiturlyfja og með því að smygla fólki.
18 meðlimir glæpagengisins voru ákærðir í málinu og var leiðtogi þess, Charan Singh, dæmdur í 12 og hálfs árs fangelsi. Næstráðandi hans, Valjeet Singh, var dæmdur í 11 ára fangelsi. Aðrir meðlimir glæpagengisins voru dæmdir í fangelsi allt frá 11 mánuðum til 10 ára.
Lögreglan lagði hald á 1,5 milljónir punda í reiðufé en greining á fluggögnum og tilkynningum um reiðufé leiddu í ljós að háum fjárhæðum hafði verið smyglað úr landi.
Glæpagengið var staðið að smygli á 17 afgönskum flóttamönnum, þar á meðal fimm börnum á aldrinum 5 til 14 ára, sem hollenska lögreglan fann í flutningabíl 2019. Fólkið var falið í tveimur sérútbúnum hólfum, með engum loftgötum, bak við fjölda dekkja.