Hún er einn af forstjórum Google og ber ábyrgð á mörkuðum netrisans í Suðaustur- og Suður-Asíu. Í hverju einasta atvinnuviðtali spyr hún sömu spurningarinnar: „Hvað er það síðasta sem þú lærðir?“
Þetta sagði hún í samtali við CNBC og sagði að besta starfsfólkið einblíni á að læra nýja hluti og þróa sjálft sig en einnig vilji það miðla af vitneskju sinni.
„Þetta er leið til að sjá hvað fólk gerir til að þróa sig. Hefur það tekið tekið frumkvæði að því að læra eitthvað sem er utan venjulegs sviðs þess? Því ég vil gjarnan læra af þér,“ sagði hún.
Hún sagði að þetta snúist um að finna starfsfólk sem vill læra og vinna með öðrum því það sætti sig ekki við óbreytt ástand.
Hún sagðist einnig leita að fólki sem er reiðubúið til að viðurkenna þegar það gerir mistök og segja hvað það lærði af þeim.