fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Mossad útvistaði aðgerðum í Malasíu

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 24. maí 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísraelska leyniþjónustan, Mossad, er ein þekktasta leyniþjónusta heims og hefur yfir sér dulúðlegt og óttablandið yfirbragð. Hlutverk Mossad er einkum að safna leynilegum upplýsingum sem varða öryggi ríksins, standa fyrir leynilegum aðgerðum í sama skini og verjast hryðjuverkum. Starfsemi Mossad fer að miklu leyti fram utan landamæra Ísrael og hefur stofnunin staðið fyrir aðgerðum víða um heim sem vakið hafa mikla athygli og öðlast jafnvel sess í sögubókum.

Á síðasta ári stóð Mossad fyrir umfangsmiklum aðgerðum í Malasíu en það vekur óneitanlega athygli að stofnunin útvistaði aðgerðunum og gerði hóp Malasíumanna út af örkinni til að sjá um þær.

Þær hófust á því að palestínskur forritari, Omar Raeda, var numinn á brott af götum Kuala Lumpur, höfuðborgar Malasíu, að kvöldi 28. september. Forritarinn var numinn á brott af hópi Malasíumanna sem stópu fyrir tiltækinu á vegum Mossad.

Kuala Lumpur/Wikimedia

Forritarinn varð fyrir barsmíðum og fluttur á ótilgreindan stað þar sem Malasíumennirnir komu á myndsímtali við tvo ísraelska starfsmenn Mossad og í kjölfarið var Omar yfirheyrður um mál sem vörðuðu Hamas-samtökin og sérstaklega hernaðararm þeirra. Nánar til tekið hversu langt samtökin væru komin í hugbúnaðarþróun. Að sögn sögðu Ísraelsmennirnir við Omar að hann vissi vel af hverju hann væri þarna niðurkominn

Ísraelsmennirnir voru ekki sáttir við svör Omar og var hann laminn og yfirheyrður í sólarhring.

Klúður Malasíumannanna

Malasíska hópnum tókst að ná Omar en hluti af verkefnum þeirra var að handsama annan Palestínumann sem einnig var forritari. Honum tókst hins vegar að sleppa og gera malasísku lögreglunni viðvart.  Malasíumennirnir höfðu einnig ekki gert ýmsa hluti sem þeim var uppálagt til að hylja spor sín. Til að mynda huldu þeir ekki andlit sín og skiptu ekki um númeraplötur á bílum sínum.

Eftir að forritarinn sem slapp gerði lögreglu viðvart tókst henni að rekja slóð bílana að staðnum þar sem Omar var í haldi. Hann var frelsaður og hinir seinheppnu fulltrúar Mossad handteknir.

Rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós að í Malasíu var starfandi hópur á vegum Mossad sem hafði það hlutverk að njósna um mikilvæga staði, þar með talið flugevelli. Einnig var hópnum ætlað að gera strandhögg í malasísku tæknifyrirtækjum en ísraelskar njósnastofnanir telja að margar netárásir sem gerðar hafa verið á Ísrael séu upprunnar í Malasíu. Hópurinn samanstóð af alls ellefu malasískum ríkisborgurum sem höfðu hlotið þjálfun til slíkra starfa, hjá Mossad, í ótilgreindu Evrópuríki. Þessir einstaklingar voru formlega ákærðir fyrir mannrán.

Ekki hafa fundist fréttir af því hver staða málsins er í dómskerfi Malasíu

Meirihluti íbúa Malasíu eru múslimar og ríkið hefur stutt málstað Palestínumanna. Ekkert stjórnmálasamband er á milli Malasíu og Ísrael.

Að sögn sérfræðinga var ekki mögulegt fyrir starfsmenn Mossad að starfa einir og sér í Malasíu og því hafi þeir þurft á aðstoð heimamanna að halda. Talið er að aðrar leyniþjónustur geri slíkt hið sama bæði í Malasíu og öðrum löndum.

Leitt hefur verið að því líkum að þessir atburðir gefi til kynna að geta Mossad til að standa fyrir árangursríkum aðgerðum utan landamæra Ísrael hafi farið minnkandi, a.m.k. í Malasíu ef ekki víðar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug