fbpx
Fimmtudagur 01.júní 2023
Pressan

Kvæntist þríburum – „Þær fá einn dag hver og um helgar hittumst við öll“

Pressan
Þriðjudaginn 16. maí 2023 04:10

Stevo og þríburarnir. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir telja það eflaust fullt starf að eiga eina konu en Keníamaðurinn Stevo er ekki þeirrar skoðunar. Hann á þrjár konur og ekki nóg með það, þær eru þríburar. Hann segir að það sé ekkert mál að fullnægja þörfum þeirra allra.

Í umfjöllun LadBible um málið kemur fram að Stevo hafi fyrst kynnst Cate. Hún hafi fljótlega kynnt hann fyrir systrum sínum, Eve og Mary. Þær eru þríburar.

Stevo fór ekki leynt með það við systurnar að hann er fjölkvænismaður, það er að hann telur sig ekki geta lifað með aðeins einum maka.

Systrunum leist vel á þetta og þess vegna eru þau fjögur nú eitt stórt „par“. Þau gengu síðan öll í hjónaband, eða kannski hjónabönd, nýlega en samkvæmt því sem kemur fram í LadBible hefur fjölkvæni verið löglegt í Keníu síðan 2014.

Systurnar eru að byggja upp feril í gospelsöng. Fjölkvæni stríðir gegn trú þeirra þar sem það er ekki viðurkennt í kristinni trú. En þær láta það ekki aftra sér.

„Ég er trúr og örlátur maður og allt hjá mér er stórt, meira að segja blessunin, þess vegna er ég kallaður „Stóri Stevo“. Ég trúi því að ást mín sé ekki ætluð einni konu og að ég hafi fæðst sem fjölkvænismaður,“ sagði Stevo.

„Ég er alltaf heiðarlegur og trúr og mínar fyrrverandi yfirgáfu mig því ég sagði þeim að ég vildi bæta einni við. Ég vil ekki halda framhjá. Ég vil bæta við og fyrir tilviljun varð gæfan á vegi mínum þegar ég þurfti á henni að halda,“ sagði hann um samband sitt við systurnar þrjár.

Hann sagði að þau vinni í sambandi sínu næstum daglega og notist meðal annars við fastar tímaáætlanir til að láta þetta allt ganga upp. „Við tökum einn dag í einu. Við lærum af hvert öðru,“ sagði hann.

Systur sögðu við sama tækifæri að þær þrjár séu nóg fyrir hann og að þær muni ekki leyfa honum að bæta fjórðu konunni við.

„Á hverjum mánudegi Mary, á þriðjudögum Cate og Eve á miðvikudögum. Um helgar hittumst við síðan öll,“ sagði hann og bætti við að það sé ekkert vandamál fyrir hann að fullnægja þeim öllum þremur ef hann fylgir bara stundaskrá þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hákarl beit fótlegg af konu

Hákarl beit fótlegg af konu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Úrskurðaður í gæsluvarðhald – Grunaður um nauðgun og að hafa myndað ofbeldisverkið

Úrskurðaður í gæsluvarðhald – Grunaður um nauðgun og að hafa myndað ofbeldisverkið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brúðguminn hvarf í miðri myndatöku og hélt að enginn tæki eftir því – Ljósmyndarinn náði myndum af því sem hann gerði

Brúðguminn hvarf í miðri myndatöku og hélt að enginn tæki eftir því – Ljósmyndarinn náði myndum af því sem hann gerði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tímavélin: Drykkfelldur prestur í Eyjafirði var rekinn með hæstaréttardómi

Tímavélin: Drykkfelldur prestur í Eyjafirði var rekinn með hæstaréttardómi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Marsbíll NASA sá undarlega „Marsbók“

Marsbíll NASA sá undarlega „Marsbók“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu dularfullan minningarkrans um Madeleine McCann og rann kalt vatn milli skinns og hörunds

Fundu dularfullan minningarkrans um Madeleine McCann og rann kalt vatn milli skinns og hörunds