fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

„El Chapito“ grunaður um 8 morð – Er aðeins 14 ára

Pressan
Mánudaginn 20. mars 2023 22:00

Lögreglumenn að störfum í Mexíkó.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

14 ára piltur, sem hefur fengið viðurnefnið „El Chapito“ var nýlega handtekinn af mexíkósku lögreglunni. Hann er grunaður um að hafa myrt átta manns í afmælisveislu nærri Mexíkóborg.

People segir að afmælisveislan hafi verið í fullum gangi þann 22. janúar þegar hópur vopnaðra manna ók upp að veislunni á mótorhjólum sínum.

El Chapito, viðurnefnið virðist sótt til hins fræga fíkniefnabaróns Joaquin „El Chapo“ Guzman, og annar meðlimur glæpagengis, sem er nefndur „El Nono“, byrjuðu síðan að skjóta á veislugesti og flúðu síðan af vettvangi.

Þrír fullorðnir létust á vettvangi og fimm til viðbótar eftir komuna á sjúkrahús. Þessu til viðbótar særðust sjö manns, þar á meðal barn yngra en þriggja ára og annað yngra en 14 ára.

El Nono og El Chapito voru handteknir í síðustu viku, grunaðir um fjölda morða. Auk þeirra voru sjö til viðbótar, allt meðlimir glæpagengis, handteknir fyrir aðild að málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun