Pilturinn var tólf ára gamall þegar hann skaut hinn 32 ára gamla Matthew Davis margsinnis með skotvopni af tegundinni AR-15.
Matthew hafði skipt sér af tvítugum frænda drengsins fyrir að kasta af sér þvagi á bílastæði fyrir utan staðinn. Til rifrilda og átaka kom á milli Matthews og mannsins sem enduðu með því að pilturinn náði í skotvopn og skaut Davis til bana.
Pilturinn mun afplána hluta dómsins í fangelsi fyrir ungmenni en í frétt USA Today má hann gera ráð fyrir að vera færður í fangelsi fyrir fullorðna þegar hann nær aldri til þess.