fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Pressan

Lík systkina fundust á heimili þeirra árið 1981 – DNA kom upp um morðingjann 42 árum síðar

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 28. október 2023 20:30

Karen og Gordon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meira en fjórum áratugum eftir að tvö ung systkini fundust myrt á heimili þeirra hafa yfirvöld loksins borið kennsl á hinn grunaða með DNA sönnunargögnum, föður þeirra.

Michael Kramm, lögreglustjóri í Texarkana í Bandaríkjunum, tilkynnti á blaðamannafundi þann 19. október að talið sé að Weldon Alexander hafi stungið 14 ára dóttur sína Karen Alexander og 13 ára son Gordon Alexander til bana árið 1981. Alexander lést árið 2014.

Þann 8. apríl 1981 fundust systkinin stungin á heimili sínu af lögreglu á staðnum. Gordon fannst látinn í eldhúsinu á meðan Karen fannst liggjandi í rúmi í stofunni, enn á lífi en með stungusár. Morðvopnið ​​sem notað hafði verið var smjörhnífur sem lögreglan fann á vettvangi. 

Karen var flutt á sjúkrahús þar sem hún lá þrjá daga í dái áður en hún lést af sárum sínum, Sagt er að Gordon hafi verið í hjólastól þegar árásin var gerð.

Krufning á sínum tíma leiddi í ljós að Karen hafði orðið fyrir kynferðisofbeldi 48 til 72 klukkustundum áður en hún lést og hafði líklega verið beitt kynferðislegu ofbeldi í um sex mánuði fyrir dauða hennar, sagði lögreglan á blaðamannafundinum.

Karen og Gordon ásamt foreldrum sínum Veru og Weldon

Engin merki um innbrot

Að sögn rannsakenda voru engin merki um að brotist hefði verið inn á heimilið. Lögreglan sagði að á þeim tíma sem morðin voru framin hafi móðir barnanna, Vera Alexander, verið á sjúkrahúsi í meðferð vegna geðheilbrigðisvandamála og faðirinn, Weldon, var að vinna á næturvakt.

Faðirinn kom heim úr vinnu um klukkan sjö um morguninn og sagði lögreglunni að útidyrahurðin, sem var úr viði, og innri útidyrnar hefðu verið örlítið opnar. Sagðist hann hafa farið inn og fundið son sinn látinn í eldhúsinu og hann hélt að dóttir hans gæti enn verið á lífi á rúmi sínu nálægt stofunni. Sagði hann lögreglu að hann hefði fjarlægt eldhúshníf úr líki Karenar og sett hann á bókahillu áður en lögreglumenn komu á staðinn.

Heimili fjölskyldunnar, en húsið var síðar rifið

Alræmdur raðmorðingi játaði á sig morðin

Rannsóknarlögreglumenn eyddu árum í að leita að sönnunargögnum, bera kennsl á vitni og fylgja eftir vísbendingum. Árið 1983 sagði Henry Lee Lucas, alræmdur raðmorðingi einnig þekktur sem „játningarmorðinginn“, að hann hefði myrt börnin, en hann var aldrei ákærður vegna skorts á sönnunargögnum. Málið varð að lokum að köldu máli (e. Cold Case). 

Í febrúar 2022 var málið endurupptekið af Calvin Seward, lögreglumanni sem kominn var á eftirlaun.  Á þeim tíma sem morðin voru framin var honum falið að finna þá sem líklegt væri að framið hefðu morðin. Eftir að hann tók málið upp varði Seward næstu 18 mánuðum í að bera kennsl á, taka viðtöl við og taka aftur viðtöl við tugi manna sem nefndir voru í upprunalega málinu og marga félaga þeirra.

Sendi hann DNA til greiningar frá fólki sem tengdist upprunalegu rannsókninni. Seward, ásamt réttarafbrotafræðingi og DNA-vísindamanni ákváðu að leggja sameiginlega fram sönnunargögn í ljósi nýlegra framfara í DNA-tækni.

DNA hafði verið dregið úr nöglum systkinanna og leiddu niðurstöður í ljós „ættgengt samband í DNA“ og komust rannsakendur einnig að því að sæði Weldons fannst á rúmfötum Karenar. Rannsakendur komust einnig að því að lík Gordons hafði verið kalt viðkomu þegar lögreglumenn komu á vettvang, sem benti til að hann hefði verið látinn klukkustundum lengur en þeir töldu í fyrstu. Blóð sem fannst á höndum Gordons og líkama Karenar innihélt trefjar, brass, kopar og sink, sem allt voru efni sem notuð voru við smíði dekkja á verkstæðinu þar sem faðir þeirra vann.

Taldi föðurinn hafa reynt að nauðga dótturinni

Seward sagði blaðamönnum að hann teldi að Weldon hafi reynt að nauðga dóttur sinni og bróðir hennar reynt að stöðva það, með þeim afleiðingum að Weldon hefði ráðist á systkinin og drepið þau. 

„Það er von okkar að eftirlifandi vinir og fjölskylda Gordons og Karen Alexander geti fundið frið í því að vita að sönnunargögn hafa verið metið fullnægjandi til að leysa þetta 42 ára gamla mál,“ segir í fréttatilkynningu lögreglu.

Connie Mitchell, saksóknari Miller-sýslu, sagði að hún væri fullviss um að Weldon væri eini gerandinn í málinu, og ef að hann væri á lífi hefði hann verið ákærður vegna morðanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varar við kínverskri leyniaðgerð

Varar við kínverskri leyniaðgerð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs