fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

4 ára kvartaði undan magaverkjum – Myndatakan var foreldrunum mikið áfall

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 22. janúar 2023 15:00

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að fjögurra ára drengur hafði kvartað undan magaverkjum í tvo daga ákváðu foreldrar hans að fara með hann á sjúkrahús. Þar var hann sendur í myndatöku og er óhætt að segja að niðurstaða hennar hafi ekki verið eins og foreldrarnir áttu von á.

Drengurinn var með uppköst og hægðatregðu í tvo daga og kvartaði undan magaverkjum. Af þeim sökum fóru foreldrar hans með hann á sjúkrahús.

Eftir rannsókn lækna komust þeir að þeirri niðurstöðu að hann væri með bráða botnlangabólgu. Hann var því sendur í aðgerð en samt sem áður var hann áfram með magaverki.

Fimm dögum eftir aðgerðina var hann því sendur í myndatöku og kom þá í ljós að hann var með armband í maganum. Þetta kom að vonum á óvart og þá sérstaklega í ljósi þess að áður hafði verið sagt að hann væri með bráða botnlangabólgu.

Armbandið var fjarlægt en þetta reyndist vera armband með 18 sexhyrndum segulperlum. Það hafði stíflað þarma hans og gert fjögur lítil göt á þá. Læknar gátu lokað götunum.

The Sun segir að drengurinn hafi jafnað sig fljótt að þessum hremmingum loknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi