fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Pressan

Elin fór í þvottahúsið og skilaði sér aldrei aftur

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 30. júlí 2022 22:00

Elin Alexander

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laugardaginn 21. febrúar 1976 hvarf hin 26 ára Elin Alexander. Hún bjó á hóteli í Kaupmannahöfn og sagði dyraverðinum þar að hún ætlaði að fara í nálægt þvottahús. En hún skilaði sér aldrei aftur á hótelið. Nokkrum mánuðum síðar fannst nakið lík hennar í Gribskov nærri Hillerød.

Líkið var að hluta uppþornað og líktist helst múmíu þegar það fannst 24. maí.

Elin var vel þekkt í undirheimum Kaupmannahafnar en hún stundaði vændi og neytti fíkniefna. Það var skoðun lögreglunnar að það hefðu verið tengsl hennar við undirheimana sem kostuðu hana lífið.

Það var dyravörðurinn á Hotel Botanique sem sá hana síðast á lífi. Hún sagði honum að hún ætlaði að skjótast í þvottahús á Istegade til að þvo föt og að maðurinn hennar ætlaði þangað með henni.

Daginn áður hafði hún sagt vinum sínum að hún og maðurinn hennar væru að íhuga að fara til Hamborgar í Þýskalandi ásamt erlendum vini sínum. Vinurinn ætlaði áfram til Póllands en þau hjónin ætluðu að versla í Hamborg.

Ekki er að sjá að hún hafi óttast um líf sitt því hún hafði mælt sér mót við fasteignasala til að skoða íbúð og einnig ætlaði hún að hitta vinkonu sína þann 22. febrúar við Tívolí.

Það hlýtur að hafa vakið undrun fólks á sínum tíma að það var ekki maðurinn hennar sem tilkynnti um hvarf hennar, það var vinnuveitandi hennar sem gerði það.

Við leit á hótelinu fann lögreglan alla muni hennar og virðist það ekki hafa vakið neinar sérstakar áhyggjur þar á bæ. Meðal þessara muna voru hlutir sem konur myndu venjulega ekki skilja eftir, þar á meðal getnaðarvarnarpillur, snyrtivörur, hrein nærföt, annar fatnaður og fleira.

Geymt í frysti

Lík hennar fannst í skógi í Gribskov á milli Gadevang og Bendstrup. Líkið var falið undir nokkrum grenigreinum og greinilegt var að það hafði ekki verið þarna lengi.

Lögreglan tengdi líkfundinn ekki strax við Elinu. Það var ekki fyrr en réttarmeinafræðingar skoðuðu líkið sem í ljós kom að þetta var líkið af Elinu.

Margt benti til að líkið hefði verið geymt í frysti þar til það var flutt til Gribskov og komið fyrir í skóginum. Niðurstaða réttarmeinafræðinga var að Elin hefði verið kyrkt.

Fjölmiðlar gagnrýndu rannsókn lögreglunnar harðlega á sínum tíma og ef hún er skoðuð með nútímaaugum var hún líklega ekki vel unnin. Unnið var út frá mörgum kenningum og var eiginmaður hennar grunaður um hríð. En aðallega var unnið út frá þeirri kenningu að hún hefði viljað losna út úr því lífi sem hún lifði í undirheimum Kaupmannahafnar.

Málið er enn óleyst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldan keypti ferðatösku á uppboði – Fundu lík í henni

Fjölskyldan keypti ferðatösku á uppboði – Fundu lík í henni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að Trump geti fengið 10 ára fangelsisdóm

Segir að Trump geti fengið 10 ára fangelsisdóm
Pressan
Fyrir 3 dögum

Aðgerðasinnar settu steypu í holur á golfvöllum

Aðgerðasinnar settu steypu í holur á golfvöllum
Pressan
Fyrir 3 dögum

600 mörgæsahræ rak á land eftir hræðilegan fellibyl

600 mörgæsahræ rak á land eftir hræðilegan fellibyl
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulli „Herramaðurinn“ sem fannst í Norðursjónum – Hver var hann?

Dularfulli „Herramaðurinn“ sem fannst í Norðursjónum – Hver var hann?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Karlar eiga frekar á hættu að fá krabbamein – Ekki vegna þess að þeir reykja og drekka meira

Karlar eiga frekar á hættu að fá krabbamein – Ekki vegna þess að þeir reykja og drekka meira