fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Forstjóri CIA er ekki í neinum vafa – Kínverjar munu beita hervaldi gegn Taívan

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. júlí 2022 08:00

Kínverskir hermenn en Kínverjar eru ágengir við Taívan þessi misserin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

William Burns, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, segir að Kínverjar virðist staðráðnir í að beita valdi til að ná Taívan á sitt vald. Það sé aðeins spurning um tíma hvenær þeir grípa til aðgerða.

Þetta sagði hann á öryggisráðstefnu í Aspen í Colorado í Bandaríkjunum. Hann benti einnig á að innrás Rússa í Úkraínu og reynsla þeirra í stríðinu þar skipti Kínverja máli þegar kemur að útreikningum þeirra á hvenær og hvernig, ekki ef, innrás á Taívan á að eiga sér stað.

AFP skýrir frá þessu. Burns sagði að Kínverjar hafi séð í stríðinu í Úkraínu að „ekki sé hægt að vinna skjótan og afgerandi sigur með her sem er ekki nægilega stór“.

Hann gerði ekki mikið úr vangaveltum um að Xi Jining, forseti Kína, muni láta til skara skríða gagnvart Taívan í kjölfar mikilvægs fundar hjá kínverska kommúnistaflokknum síðar á árinu en sagði að hættan á að Kínverjar beiti hervaldi á Taívan „aukist eftir því sem lengra líður á áratuginn“.

„Ég myndi ekki vanmeta staðfestu Xi í að tryggja kínversk yfirráð yfir hinu sjálfstæða Taívan,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?