fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Myrti fyrrverandi kærustu sína á meðan leigubíllinn beið fyrir utan

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 25. júní 2022 22:00

Tamby Dowling var myrt þann 8. nóvember síðastliðinn - Myndir/MEN Media

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 8. nóvember síðastliðinn var Tamby Dowling, 36 ára gömul kona, stungin til bana af fyrrverandi kærasta sínum, hinum 35 ára gamla Abid Mahmood.

Mahmood er sagður hafa ruðst inn á heimili Dowling með hníf í hendi en þau hættu saman fyrir nokkrum mánuðum síðan. Hann stakk hana alls 8 sinnum áður en hann fór aftur út og keyrði í burtu í leigubíl sem beið fyrir utan á meðan hann framdi morðið.

Áður en Mahmood drap Dowling hafði hann hringt í hana alls 17 sinnum.

„Ég heyri í öskrunum hennar í höfðinu mínu, biddu fyrir mér bróðir,“ á Mahmood að hafa sagt við leigubílsstjórann eftir að hann settist aftur upp í bifreiðina eftir morðið. Leigubílsstjórinn þurfti ekki að bíða lengi eftir Mahmood þar sem það tók hann einungis 2 og hálfa mínútu að fremja morðið.

Það tók sjúkraliða og lögreglumenn ekki langan tíma að mæta á vettvang en því miður náðist ekki að endurlífga Dowling og var hún úrskurðuð látin á staðnum.

Lögreglan þurfti ekki að leggjast í mikla rannsóknarvinnu til að finna Mahmood þar sem hann gaf sig sjálfur fram til lögreglunnar skömmu eftir að hann framdi morðið. Þá gaf hann lögreglunni blóðugan hnífinn sem hann notaði til að stinga Dowling og játaði svo morðið.

Ástæðan fyrir játningunni er sú að hann vildi reyna að afsala sér hluta ábyrgðar sökum geðrænna vandamála en hann er til að mynda með geðklofa (e. schizophrenia). Geðrænu vandamálin voru einmitt ástæðan fyrir því að Dowling og Mahmood hættu saman. Þá hafði hann áður fengið dóma fyrir ofbeldis- og fíkniefnabrot.

The Sun fjallaði um morðið og er þar vitnað í minningarorð Stacey Hawley, systur Dowling, um systur sína. „Systir mín var ástrík, góð og umhyggjusöm, hún vildi gera allt fyrir vini sína,“ segir Hawley. „Það að heyra faðir minn öskra og gráta á meðan móðir mín segir að Tamby sé farin – það er eitthvað sem ég næ ekki úr hausnum mínum.“

Mahmood mun hljóta dóm vegna málsins í næstu viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Pressan
Í gær

Microsoft segir að gervigreind sé betri en læknar við að greina flókinn heilsufarsvanda

Microsoft segir að gervigreind sé betri en læknar við að greina flókinn heilsufarsvanda
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ég ætla ekki að deyja hér“: Missti útlimi í skelfilegu slysi í túbunni í London – Sögð hafa valdið slysinu með eigin gáleysi

„Ég ætla ekki að deyja hér“: Missti útlimi í skelfilegu slysi í túbunni í London – Sögð hafa valdið slysinu með eigin gáleysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann