fbpx
Föstudagur 24.mars 2023
Pressan

Klámstjarnan Katja Kean skýrir frá óvæntu atriði varðandi ferilinn

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 4. desember 2022 22:20

Sussi La Cour betur þekkt sem Katja Kean. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin danska Katja Kean var ein stærsta klámdrottning heimsins um hríð á tíunda áratugnum. Hún starfaði í Bandaríkjunum og kom fram í fjölda klámmynda. Hún er nú hætt þeim störfum og hefur skipt um nafn og heitir nú Sussi La Cour.

Hún var nýlega í viðtali í útvarpsþættinum „Tsunami“ á útvarpsstöðinni 24Syv. Þar var meðal annars komið inn á hina vinsælu sjónvarpsþætti um Vini (Friends) sem nutu gríðarlegra vinsælda (og gera enn) á sama tíma og Sussi var á hátindi ferilsins í klámiðnaðinum.

Hvað varðar uppáhaldsþáttinn um Vini þá er líklegt að Sussi bendi á þáttinn „The One With the Sharks“ sem var frumsýndur í október 2002. Ástæðan fyrir þessu er að Sussi (sem hét þá Katja Kean) kom fram í þættinum.

Hún skýrði frá því í útvarpsþættinum að á þessum tíma hafi hún verið með samning við klámmyndafyrirtækið Wicked Pictures. Framleiðendur Vina sömdu við fyrirtækið um að fá að nota smábrot úr klámmynd frá því í fyrrgreindum þætti. Þetta þýðir að í hvert einasta sinn sem þátturinn er sýndur í sjónvarpi eða einhver horfir á hann á streymisveitu þá fær Sussi greitt fyrir það.

Hún vildi ekki segja hversu mikið hún hefur haft upp úr krafsinu fyrir þetta en líklegt má telja að hér sé um dágóða upphæð því vinsældir Vina voru og eru gríðarlegar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rannsaka ummæli háttsetts lögreglumanns – Sagði nauðganir vera „kynlíf sem séð væri eftir“

Rannsaka ummæli háttsetts lögreglumanns – Sagði nauðganir vera „kynlíf sem séð væri eftir“
Pressan
Í gær

Segir líf Corinnu Schumacher vera eins og tíu ára fangelsisvist – „Þetta er hræðileg staða“

Segir líf Corinnu Schumacher vera eins og tíu ára fangelsisvist – „Þetta er hræðileg staða“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur næstum hálshöggvinn á leikvelli

Unglingur næstum hálshöggvinn á leikvelli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óútskýrð ófrjósemi kvenna tengist genum sem valda krabbameini og hjartasjúkdómum

Óútskýrð ófrjósemi kvenna tengist genum sem valda krabbameini og hjartasjúkdómum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maður fannst látinn – Kalt vatn rann niður bak nýs eiganda páfagauks hans þegar fuglinn talaði

Maður fannst látinn – Kalt vatn rann niður bak nýs eiganda páfagauks hans þegar fuglinn talaði
Pressan
Fyrir 4 dögum

NASA staðfestir að við getum breytt stefnu loftsteina – En það er einn galli

NASA staðfestir að við getum breytt stefnu loftsteina – En það er einn galli
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þetta gátu afi þinn og amma en þú getur þetta örugglega ekki – Eða hvað?

Þetta gátu afi þinn og amma en þú getur þetta örugglega ekki – Eða hvað?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hornsteinar lífsins, sem voru teknir á loftsteininum Ryugu, eru eldri en sólkerfið

Hornsteinar lífsins, sem voru teknir á loftsteininum Ryugu, eru eldri en sólkerfið