fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Sænska lögreglan sér merki þess að glæpagengi starfi nú saman

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 8. janúar 2022 20:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænska lögreglan sér merki um að þarlend glæpagengi starfi í auknum mæli saman. Þetta á við um mörg svið, til dæmis innflutning fíkniefna og að auki starfa þau saman þegar kemur að skipulagningu morða og þegar þau þurfa að útvega sér skotvopn og sprengiefni.

Þetta sagði Anna Rise, hjá Stokkhólmslögreglunni, nýlega í samtali við Sænska ríkisútvarpið. Hún sagði að almennt séð sjái lögreglan fleiri merki þess að glæpagengin starfi saman og eigi það við svæðisbundið samstarf, á landsvísu og á alþjóðavettvangi.

„Þetta er meðal annars samstarf um fíkniefni. Það snýst um að panta saman efni sem eru flutt til Svíþjóðar og síðan skipt á milli gengjanna,“ sagði hún.

Hún sagði að lögreglan sjái einnig aukningu á samstarfi gengjanna utan hefðbundinna starfssvæða þeirra.

Svíar hafa lengi glímt við glæpagengi sem eru umsvifamikil í landinu og skirrast einskis. Skotárásir og morð eru nær daglegt brauð en samkvæmt tölum yfirvalda frá því á síðasta ári var Svíþjóð það Evrópuríki þar sem flest morð voru framin með skotvopnum 2018. Það er mikil breyting frá aldamótum en árið 2000 var Svíþjóð neðst á lista yfir fjölda morða, sem voru framin með skotvopnum, í 22 Evrópuríkjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Í gær

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Í gær

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás