fbpx
Þriðjudagur 25.janúar 2022
Pressan

QAnon-stjarna sem sagði aðeins „fávita“ láta bólusetja sig lést af völdum COVID-19

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. janúar 2022 07:06

Cirsten Weldon. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cirsten Weldon, sem var áhrifamikil innan QAnon samsæriskenningahreyfingarinnar, lést á fimmtudaginn af völdum COVID-19. Hún bætist þar með í hóp þeirra andstæðinga bólusetninga gegn kórónuveirunni sem hafa fallið í valinn fyrir henni.

Weldon hafði hvatt fylgismenn sína og fólk sem hún hitti á götu úti til að láta ekki bólusetja sig gegn kórónuveirunni.

Daily Beast segir að tugir þúsunda hafi fylgt henni á samfélagsmiðlum öfgahægrimanna þar sem hún dreifði samsæriskenningum QAnon um að Trump sé frelsari heimsbyggðarinnar sem sé kominn til að berjast gegn elítu valdafólks. Notendanafn hennar á þessum samfélagsmiðlum var „CirstenW“.

Hún var það áberandi í samfélagi öfgahægrimanna og samsæriskenningafólks að Roseanne Barr, grínisti og samsæriskenningasmiður, fékk hana til liðs við sig til að gera myndbönd um QAnon.

Weldon beindi kröftum sínum í miklum mæli að bóluefnum gegn kórónuveirunni og öðrum leiðum til að berjast gegn COVID-19. Í einu myndbandi sagði hún að það „þurfi að hengja Anthony Fauci“ en hann er helsti smitsjúkdómafræðingur Bandaríkjanna. Hún sagði að bóluefnin dræpu fólk og birti myndbönd af sér sjálfri að öskra á fólk sem beið í röð eftir að komast í bólusetningu. „Bóluefni drepa, ekki láta bólusetja þig!“ öskraði hún á fólk í einu myndbanda sinna. Í öðru myndbandi sagði hún fólk vera svo auðtrúa að það léti bólusetja sig.

Seint í desember veiktist hún og sýndi einkenni COVID-19. Í síðasta myndbandi sínu, sem var birt 28. desember, átti hún í erfiðleikum með að tala en þá ræddi hún um að steypa þyrfti ríkisstjórn Bandaríkjanna, hún hóstaði og kvartaði undan örmögnun.

Þremur dögum síðar var hún lögð inn á sjúkrahús í Camarillo í Kaliforníu. Hún birti mynd af sér á Instagram með súrefnisgrímu  og sagðist vera með „bakteríusýkingu“. Á Telegram skrifaði hún að hún hefði neitað að fá lyfið remdesivir og sagði það vera verk Anthony Fauci.

Weldon hefur nú bæst í sístækkandi hóp öfgahægrimanna, sem voru mótfallnir bólusetningu við veirunni og hvöttu fólk til að láta ekki bólusetja sig, sem hafa orðið COVID-19 að bráð.

Fyrir nokkrum dögum lést útvarpsmaðurinn Doug Kuzma af völdum COVID-19 en hann var mótfallinn bólusetningum. Sömu örlög hlaut Robert David Steele í ágúst en hann var áberandi innan QAnon.

Í september lést Veronica Wolski af völdum COVID-19 en hún var þekkt innan QAnon. Á meðan hún lá á sjúkrahúsi hringdu meðlimir QAnon í sífellu á sjúkrahúsið og kröfðust þess að Wolski fengi sníkjudýralyfið Ivermectin sem margir andstæðingar bóluefna trúa af einhverjum ástæðum að sé töfralyf við kórónuveirusýkingu. Rétt er að hafa í huga að meira að segja Merck, framleiðandi lyfsins, segir ekkert hæft í því.

Í kjölfar andláts fyrrgreindra aðila og fleiri áberandi andstæðinga bólusetninga hafa liðsmenn QAnon byrjað að halda því fram að fólkið hafi verið myrt vegna stuðnings þess við QAnon og andstöðu við bólusetningar. Þeim hafi verið neitað um lyf á borð við Ivermectin og að um morð sé að ræða á vegum „djúpríkisins“.

Í kjölfar andláts Weldon hafa meðlimir í QAnon haft í hótunum við starfsfólk sjúkrahússins þar sem hún lést. Scott McKay, sem er áberandi innan QAnon og gengur undir nafninu „Patriot Streetfighter“ hefur sagst ætla að birta nöfn þeirra lækna og hjúkrunarfræðinga sem önnuðust Weldon og með því ætli hann að hræða viðkomandi.  Þetta sagði hann í færslu á Telegram. Hann lagði einnig til að starfsfólkið verði dæmt til dauða eða myrt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ómíkron BA.2 ræður ríkjum í Danmörku – Er ástæða til að hafa áhyggjur?

Ómíkron BA.2 ræður ríkjum í Danmörku – Er ástæða til að hafa áhyggjur?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn gera út af við algenga mýtu um svefn

Vísindamenn gera út af við algenga mýtu um svefn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íbúar sænska bæjarins Fucke vilja breyta nafni hans

Íbúar sænska bæjarins Fucke vilja breyta nafni hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nefndi son sinn eftir vinnustaðnum sínum – Kannski eitt af undarlegri nöfnum heims

Nefndi son sinn eftir vinnustaðnum sínum – Kannski eitt af undarlegri nöfnum heims
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hópkynlíf fimm sinnum í viku braut mig algjörlega niður“

„Hópkynlíf fimm sinnum í viku braut mig algjörlega niður“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ómíkron gæti markað endi heimsfaraldursins nema þetta gerist segir Fauci

Ómíkron gæti markað endi heimsfaraldursins nema þetta gerist segir Fauci