fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Banvænar deilur á nektarströnd – Skotinn til bana þegar hann sýndi af sér kynferðislega hegðun

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. júlí 2022 08:02

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

46 ára karlmaður var skotinn til bana á nektarströnd í Frakklandi um klukkan 10.30 á laugardaginn. Þetta gerðist á La Mama nektarströndinni í Grand parc Miribel-Jonage í útjaðri Lyon.

Daily Mail segir að það hafi verið 76 ára maður sem skaut þann yngri þegar hann sýndi af sér kynferðislega tilburði fyrir framan konu. Áður er hinn látni sagður hafa hrópað ókvæðisorð að öðrum strandgestum og hafi byrjað að fróa sér.

Mennirnir byrjuðu að sögn að rífast. Þegar sá yngri neitaði að fylgja þeim eldri afsíðis þar sem þeir gætu haldið rifrildi sínu áfram dró sá eldri riffil upp og skaut að minnsta kosti þremur skotum. Eitt þeirra hæfði manninn í bringuna. Hann var úrskurðaður látinn á vettvangi.

France3 segir að skotmaðurinn sé veiðimaður og sé með skotvopnaleyfi. Ekki er vitað af hverju hann tók riffilinn með sér á ströndina. Hann gafst mótþróalaust upp fyrir lögreglunni og neitaði ekki að hafa skotið manninn.

La Mama var gerð að nektarströnd 2007 og hefur styrkt stöðu Frakklands sem vinsælasti áfangastaður heims fyrir þá sem vilja vera naktir á ströndinni. Mörg hundruð manns voru á ströndinni á laugardaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Í gær

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“