Daily Star segir að viðkomandi setji fram ógnvekjandi og torræðar upplýsingar um atburði sem eiga að eiga sér stað í sumar.
Það er TikTok-notandinn Kawhi Leonard, einnig þekktur sem „thehiddengod1“ sem segist vera tímaferðalangur í stuttu myndbandi. Þar segir hann að jörð muni klofna í Bandaríkjunum og milljónir manna muni hverfa.
Hann birtir ógnvekjandi myndir með spádómum sínum og nefnir ákveðnar dagsetningar sem hann hvetur fólk til að muna.
Fyrsti atburðurinn á að eiga sér stað 14. júlí en þá á sterkasti jarðskjálfti sögunnar í Bandaríkjunum að ríða yfir. 9. ágúst munu tvær milljónir manna hverfa á dularfullan hátt að sögn „tímaferðalangsins“ og þann 3. október munu dularfull dýr, sem hann nefnir „stalkers“ koma fram á sjónarsviðið.
En væntanlega er nú betra að taka þessum spádómum „tímaferðalangsins“ með miklum fyrirvara. Töluvert hefur farið fyrir „tímaferðalöngum“ á TikTok að undanförnu og hafa þeir deilt margvíslegum upplýsingum og spádómum með notendum miðilsins.