fbpx
Miðvikudagur 15.maí 2024
Pressan

Hvað gerist þegar við deyjum? Fylgdust með heilastarfsemi deyjandi manns

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 13. mars 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dauðinn er það sem allir ganga að vísu og því það öruggasta sem bíður okkar í lífinu. En hvað gerist þegar við deyjum? Getur verið að við sjáum líf okkar renna fyrir hugarsjónunum á síðustu andartökum okkar í þessum heimi?

Vísindamenn við University of Louisville reyndu að kortleggja þetta í vísindagrein sem hefur verið birt í Frontiers in Aging Neuroscience. Sky News skýrir frá þessu.

Fram kemur að í rannsókninni fylgdust vísindamennirnir með heilastarfsemi 87 ára karlmanns í 15 mínútur. Inni í þessum mínútum er tíminn rétt áður en hann lést og rétt eftir andlátið. Þeir notuðu rafskaut til að mæla heilastarfsemina.

Það var tilviljun sem réði því að þeir fylgdust með heilastarfsemi mannsins því verið var að skanna hann vegna flogakasta þegar hann fékk hjartaáfall og lést.

Á síðustu 30 sekúndunum fyrir síðasta hjartsláttinn og fyrstu 30 sekúndunum eftir síðasta hjartsláttinn mældist aukning í svokölluðum gammabylgjum en þær tengjast „meira þróaðri heilastarfsemi og eru sérstaklega virkar þegar fólk einbeitir sér, dreymir, hugleiðir eða rifjar upp gamlar minningar.

Það að þessar gammabylgjur hafi gert vart við sig á þessum tímapunkti bendir að sögn til að heilastarfsemin á dánarstundinni líkist þeirri sem á sér stað þegar okkur dreymir, hugleiðum eða rifjum upp gamlar minningar.

Ajmal Zemmar, taugalæknir, sem vann að rannsókninni sagði í samtali við ZME Science að rannsóknin sýni okkur að þegar ástvinir okkar hafa lokað augunum og séu reiðubúnir til að yfirgefa okkur þá séu heilar þeirra hugsanlega að endurupplifa bestu augnablik lífs þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dauðþreyttir á blindfullum túristum sem æla og míga upp um alla veggi

Dauðþreyttir á blindfullum túristum sem æla og míga upp um alla veggi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þolinmæðin er á þrotum – Áfengisbann til að takast á við of mikinn fjölda ferðamanna

Þolinmæðin er á þrotum – Áfengisbann til að takast á við of mikinn fjölda ferðamanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skyndileg blinda á öðru auganu kom upp um leyndan sjúkdóm

Skyndileg blinda á öðru auganu kom upp um leyndan sjúkdóm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heit umræða – Hvort þurfa konur eða karlar að sofa lengur?

Heit umræða – Hvort þurfa konur eða karlar að sofa lengur?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fimm börn dáin eftir að hafa fengið kíghósta

Fimm börn dáin eftir að hafa fengið kíghósta
Pressan
Fyrir 5 dögum

Umdeilt viðtal við hina raunverulegu Mörthu kallað það siðlausasta fyrr og síðar – Meintur eltihrellir fær að segja sína hlið

Umdeilt viðtal við hina raunverulegu Mörthu kallað það siðlausasta fyrr og síðar – Meintur eltihrellir fær að segja sína hlið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja að kviðdómur hafi átt erfitt með að halda niðri í sér hlátrinum í gær

Segja að kviðdómur hafi átt erfitt með að halda niðri í sér hlátrinum í gær