fbpx
Fimmtudagur 23.maí 2024
Fréttir

Keypti yfirgefna geymslu og fékk áfall þegar hann sá hvað var í henni

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. maí 2024 08:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsþættir þar sem safnarar og grúskarar opna yfirgefnar geymslur njóta töluverðra vinsælda. Dæmi um þetta er til dæmis Storage Wars þar sem fylgst er með söfnurum í Kaliforníu sem kaupa geymslur á uppboði sem ekki hefur verið greitt af í þrjá mánuði.

YouTube-notandi sem kallar sig Wades Venture heldur úti sambærilegum þáttum á YouTube og hann á það til að detta í lukkupottinn eins og myndband hér að neðan sýnir.

Hann keypti innihald geymslu einnar á dögunum fyrir tæpar 60 þúsund krónur og það án þess að hafa hugmynd um hvað var í henni. Hann fékk hins vegar vægt áfall þegar hann sá að geymslan var stútfull af rándýrum töskum frá þekktum lúxusvöruframleiðendum. Er virði þeirra talið nema allt að tíu milljónum króna.

Alls voru 400 töskur í geymslunni, þar á meðal töskur frá Gucci og Coach, og voru sumar töskur enn með verðmiðanum á. Þá voru einnig fleiri flottar lúxusvörur í geymslunni, kápa og skór frá Gucci til dæmis.

„Það er sjaldgæft að maður detti niður á eitthvað svona. Vanalega finnur maður gömul húsgögn og eitthvað drasl. Hugsanlega hefur eigandinn átt við einhvers konar kaupfíkn að stríða og mögulega viljað halda því frá eiginmanni sínum,“ sagði Wade í léttum dúr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Gunnar og Hrefna segja hingað og ekki lengra: „Við vitum að þetta er ekki í lagi“

Gunnar og Hrefna segja hingað og ekki lengra: „Við vitum að þetta er ekki í lagi“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sjö vikna dóttir Anítu var útskrifuð af Barnaspítalanum – Lést innan við sólarhring síðar: „Hvar er réttlætið fyrir börnin okkar?“

Sjö vikna dóttir Anítu var útskrifuð af Barnaspítalanum – Lést innan við sólarhring síðar: „Hvar er réttlætið fyrir börnin okkar?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjórði framkvæmdastjóri Siðmenntar á tveimur árum

Fjórði framkvæmdastjóri Siðmenntar á tveimur árum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Síbrotamaðurinn Guðfinnur ákærður fyrir hrottalegar nauðganir – Sveik áður milljónir af unnustu og birti líflátshótanir á YouTube

Síbrotamaðurinn Guðfinnur ákærður fyrir hrottalegar nauðganir – Sveik áður milljónir af unnustu og birti líflátshótanir á YouTube
Fréttir
Í gær

Tugir þúsunda Rússa neyðast til að flýja frá Tyrklandi

Tugir þúsunda Rússa neyðast til að flýja frá Tyrklandi
Fréttir
Í gær

Alvöru sumar fyrir norðan og austan um helgina

Alvöru sumar fyrir norðan og austan um helgina